Þegar trúin ein er eftir

Stundum verð ég svolítið hissa á verkalýðsforystunni. Eins og þegar hún velur gospelkór til þess að syngja fyrir okkur á 1. maí. Þá get ég ekki aðmér gert að hugsa um Joe Hill, sem samdi ágætis baráttuljóð með línunum; "You´ll get pie in the skye when you die." Eða á íslensku; "Þú færð nóg að éta á himnum." Skilaboðin voru skýr; almúginn átti að vera lítilþægur og hógvær, ekki vera með of mikla heimtufrekju. Þá væri nefnilega von til þess að þessi sami almenningur kæmist til himna. Þar væri allt gott og því engin ástæða til þess að vera að gera of miklar kröfur hérna megin.

Kannski er forystan bara orðin svona vonlaus.

Orðin svona leið á að berja höfðinu við stein hægristjórnar sem engan áhuga hefur á málefnum verkafólks.

Sem engan áhuga hefur á hag lífeyrisþega.

Sem kærir sig kollótta um málefni barna.

Sem rukkar skuldum vafið fjölskyldufólk um stimpilgjöld ef það er svo bjartstýnt að ætla að koma sér upp þaki yfir höfuð.

Sem sparar í tannheilsu barnanna okkar, barnabótunum, vaxtabótunum og öllu því sem ætla mætti að gæti létt venjulegu fólki lífið.

Hægristjórnar sem gerir að fjármálaráðherra mann sem virðist hvorki hafa áhuga né skilning á málefnum ráðuneytis síns.

Stjórnar sem afléttir hátekjuskatti en leggur á lágtekjuskatt.

 

Já, það er kannski von að verkalýðsforystan sé vondauf og leiti trúarlegar forsjár. Henni til huggunar bendi ég á að nú eru aðeins 11 dagar til kosninga.

Þá verður hægristjórninni hafnað.


mbl.is „Velferð fyrir alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Dásemdarljóðlína eftir Joe Hill, ég þekki línuna en hef aldrei vitað hvaðan hún væri. Er svo sem ekki miklu nær, hehe, þar sem ég veit víst ekki hver Joe Hill er/var.

En við fengum líka hálfgerðan bjánahroll yfir gospelkórnum (skipuðum fjórum söngvurum) sem söng merkingarlaus ljóð á baráttudaginn. Og hvar var baráttuandinn? Ég saknaði hans.

Berglind Steinsdóttir, 2.5.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ljós til þín !

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband