Sækjum um eftir kosningar!

Samfylkingin er augljóslega eini kosturinn fyrir þá sem vilja sækja um aðild að ESB. Ekki er hægt að kjósa um ESB fyrr en komið er í ljós hvað kemur út úr samningum.

Sú hugmynd að kjósa um hvort eigi að hefja aðildarviðræður, til þess svo að kjósa aftur um niðurstöður þeirra er auðvitað gjörsamlega út í hött og furðulegt að skynsamir menn láti sér detta aðra eins vitleysu í hug. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að kjósa um það sem við vitum ekki hvað er?

Við vitum ekki hversu góðum árangri við náum í samningaviðræðum við ESB. Það getur verið ágætt að hafa efasemdarmennina í VG með í þeim viðræðum en það er fyrir öllu að Samfylkingin fái afgerandi kosningu næst komandi laugardag. Aðeins þannig getum við verið örugg um að hægt verði að hefja aðildarviðræður að loknum kosningum.

Margir virðast hræddir við Evrópusambandið, hræddir við það fjölþjóðlega samstarf sem í því felst. Alls konar tröllasögur eru sagðar, um að við missum vald yfir auðlindum okkar, að landbúnaðurinn okkar hrynji, atvinnuleysi aukist og við missum allt okkar sjálfsagt. Allt er þetta rangt og það sem meira er, ESB aðild þýðir betri kjör vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs. Við höfum ekki efni á að láta ekki reyna á aðildarsamninga.

 


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Ég trúi ekki öðru en að menn eigi eftir að sannfærast.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 20.4.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Það kemur að því. Finn sterkt hvað þetta er mikið tilfinningamál hjá mörgum.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 20.4.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikið tilfinningamál í báðar áttir.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 22:29

4 Smámynd: LM

Vissulega er samfó eini valkosturinn sem vilja ESB aðild sama hvað það kostar.

VG eru ekki bara efasemdamenn, þeir vilja alls ekki inn !  Skil ekki alveg hvers vegna þið hafið áhuga á stjórnarsetu með þeim þar sem þeir eru algjörlega ósammála eina kosningamálinu ykkar.

En sama hvort fólk hefur áhuga á ESB eða ekki, þá er þetta alveg klárlega ekki rétti tíminn til þess að hugsa um það.  Við erum ekki í neinu standi til að sækja um núna.

Við myndum hvort eð er ekki komast inn í myntsamstarfið fyrr en hagur okkar yrði það góður að við hefðu engan hag af því að fara að borga í styrkjakerfi ESB.

LM, 20.4.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Reyndar sýna skoðanakannanir að um 60% kjósenda VG vilja sækja um í ESB. Ef Samfylkingin hefur nógu sterka stöðu þá munu þeir ná yfirhöndinni. Engin spurning.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 20.4.2009 kl. 22:41

6 Smámynd: LM

Það er bara tækifærisfylgið.  Kjarninn vill ekki gera neitt.  Þeir vilja byggja kornhlöður og byggja neðanjarðarbyrgi.

LM, 20.4.2009 kl. 22:46

7 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Þeir vinna enga kosningasigra með kjarnanum. Ekki frekar en sjálfstæðismenn með sínu heimstjórnarliði, þeim hinum sömu og gerðu heiðarlega tilraun til þess að loka landinu síðast liðið haust.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 20.4.2009 kl. 22:51

8 Smámynd: LM

Ef þeir vinna kosningasigur þá er það eingöngu vegna þess að lausafylgi hinna flokkanna er fúlt og ekki búið að skoða sögu þeirra þessi 10 ár sem VG hafa heitið VG.  Það fylgi mun hins vegar fljótt hverfa þegar þeir þurfa loks að fara að standa við stóru orðin og bera einhverja ábyrgð.

LM, 20.4.2009 kl. 23:06

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er tilfinningamál hjá mér (VG) að þjóðin sjálf fái að kjósa!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:11

10 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Kjósa um samning eða kjósa um viðræður?

Ingibjörg Stefánsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:17

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ekki kjósa um viðræður...hvers lags vitleysa?...auðvitað um aðildarsamning!!!???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:32

12 Smámynd: LM

Hvers vegna megum við ekki kjósa um viðræður ?  Erum við of vitlaus til þess að skilja hvað þetta gengur út á ?

LM, 20.4.2009 kl. 23:43

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Að kjósa um viðræður er bara "þykjustuleikur"...það þýðir að kjósa um að TALA EKKI SAMAN!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:49

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er tilfinningamál hjá mér (VG) að þjóðin sjálf fái að kjósa um aðildarviðræðurnar ...útkomuna!!!...það er einnig RÖKRÉTT OG RÉTTLÁTT!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:38

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk fyrir stuðning vegna kosninga um ESB! Ótrulegt hversu margir vilja hefta lýðræðið í þessu máli?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:55

16 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Mikið er ég sammála þér Anna. Bara hrædd um að þín skoðun njóti ekki nógu mikils fylgis innan VG. Skil ekki við hvað fólk er svona hrætt.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 21.4.2009 kl. 09:17

17 Smámynd: LM

Það eru bara svona smáatriði eins og umboð til valdaframsals sem eru að "hefta lýðræðið".  Þið hafið ekki umboð til þess að ganga til samninga um valdaframsal Alþingis.

Ef fólkið ákveður (lýðræði sjáiði til ...) að Alþingi sé ónýtt og rétt að leita annarra leiða til þess að stjórna landinu þá er sjálfsagt að senda einhverja vana samningamenn til Brussel, ekki þó afdankaða pólitíkusa sem eru komnir á ofurellilífeyri.

LM, 21.4.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband