Jónína og útlendingalögin

Einn vinkill hefur gleymst í allri umræðunni um tengdadóttur Jónínu og ríkisborgararéttinn. Sá vinkill snýr að því hvers vegna lá svona mikið á að stúlkan fengi ríkisborgararétt. Af hverju þurfti hún að sækja um ríkisborgararétt eftir aðeins 15 mánuði?

Án þess að ég sé sérfræðingur í reglum um dvalarleyfi dettur mér í hug ein skýring. Getur verið að dvalarleyfi stúlkunnar hafi verið að renna út? Getur verið að hún hafi verið að  missa dvalarleyfið og það ekki fengist framlengt þrátt fyrir að hún ætti íslenskan kærasta?

Nú er það þannig að útlendingar sem eru í sambúð með Íslendingi eldri en 24urra ára geta fengið dvalarleyfi vegna íslensks maka síns. Getur verið að kærastinn, sonur Jónínu, sé ekki orðinn tuttuga og fjögurra ára og að þess vegna hafi hún ekki getað fengið dvalarleyfi?  Þannig hafi óréttlátt og ómannúðleg lög sem Jónína tók þátt í að samþykkja og jafnvel semja, verið farin að bitna á fjölskyldu hennar. Skyldi það vera málið? Rétt er að geta þess að Jónína Bjartmarsdóttir átti sæti í allsherjarnefnd sem fór með þetta mál þegar lögin voru til meðferðar. Þau voru mjög umdeild og efndu ungliðahreyfingar stjórnámalaflokkanna m.a. til undirskriftasöfnunar gegn þeim.

Hér sést hvernig þingmenn greiddu atkvæði um þessi lög: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=27734 

Útlendingalögin ein og sér eru reyndar fullgild ástæða þess að við þurfum að losna við þessa ríkisstjórn.  

 

Lög um útlendinga

2002 nr. 96 15. maí 13. gr. Dvalarleyfi fyrir aðstandendur.
Nánustu aðstandendur íslensks ríkisborgara eða annars norræns ríkisborgara sem búsettur er hér á landi eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt dvalarleyfi sem ekki er háð takmörkunum eða búsetuleyfi geta samkvæmt umsókn fengið dvalarleyfi, enda liggi ekki fyrir atvik sem greinir í c-lið 1. mgr. 11. gr. auk þess sem framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði skal vera tryggt, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr.
[Nánustu aðstandendur í skilningi 1. mgr. eru maki, sambúðarmaki og samvistarmaki eldri en 24 ára, niðjar yngri en 18 ára og á framfæri viðkomandi og ættmenni hans eða maka að feðgatali eldri en 66 ára og á þeirra framfæri.]1)
[Nú er rökstuddur grunur um að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis, og ekki er sýnt fram á annað með óyggjandi hætti, og veitir hann þá ekki rétt til dvalarleyfis. Sama gildir ef rökstuddur grunur er um að ekki hafi verið stofnað til hjúskapar með vilja beggja hjóna.]1)
Dvalarleyfi aðstandanda útlendings skal að jafnaði gefið út til sama tíma og leyfi þess síðarnefnda, þó þannig að það gildi ekki lengur en leyfi hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Nákvæmlega það sama og mér datt í hug.

Óneitanlega hefði verið flottara ef Jónína hefði beitt sér fyrir breytingu á lögum um útlendinga, sem gagnaðist öllum, í stað þess að benda tengdadóttur sinni á það að sækja um undanþágu frá almennum reglum.

Svala Jónsdóttir, 30.4.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Annars skilst mér að það hafi komið fram í Kastljósinu, að stúlkan hafi sóst eftir ríkisborgararétti af því að hún ætlaði í nám til Bretlands! Það var víst þægilegra fyrir hana að vera ríkisborgari út af skriffinnskunni eða eitthvað!

Og svo er fólki sem er ríkisfangslaust neitað um ríkisborgararétt, og sumir erlendir makar jafnvel sendir úr landi.... :o

Svala Jónsdóttir, 30.4.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Það er þetta sem mér finnst bera vott um svo mikinn tvískinnungshátt hjá Jónínu. Það að hún studdi útlendingalögin og líka það að hún tók víst þátt í að greiða atkvæði um ríkisborgararétt tengdadótturinnar. Þar var hún auðvitað alveg bullandi vanhæf.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 30.4.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hver eru rökin fyrir ríkisborgaraveitingunni? Veit það einhver?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.5.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband