Strandsiglingar eru málið

Mér skilst á forsvarsmanni mótmælanna að það kosti meira en milljón að keyra einn vöruflutningabíl á mánuði. Hann gleymir þó örugglega þeim kostnaði sem hlýst af sliti á vegum þegar þessi tröll keyra um okkar lasburða vegakerfi. Hann gleymir líka að gera ráð fyrir menguninni af bílnum, slysahættunni þegar þessi tröll bruna framúr smábílum á þröngum malarvegum. Já, það er heilmikill kostnaður sem ekki er hér upptalinn.

Lausnin er augljós: Taka upp strandsiglingar aftur. Ódýrara, umhverfisvænna og hættuminna. Ég fæ enn martraðir um að ég sé að mæta trukki að fara framúr þar sem hvorki er pláss né tími til þess. Þessir bílar eiga ekki heima í íslensku vegakerfi og mótmælaaðgerðir þeirra og umferðartafir eru ágætt tækifæri til þess að hækka enn álögur á vörubílstjórarna en styrkja þess í stað strandsiglingar.


mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband