23.1.2007 | 23:17
Nefskatturinn felldi frú Thatcher
Árið 1990 var settur á nýr skattur í Bretlandi. Þremur árum fyrr hafði Íhaldsflokkur Margrétar Thatcher unnið meirihluta í þriðja skiptið í röð. Frú Thatcher virtist ósigrandi - en þá kom nefskatturinn til sögunnar. Aldrei hafði jafn óvinsæll skattur verið settur á í því landi og þessi "poll tax". Hann þótti lýsandi fyrir fyrirlitningu Thatcher og ríkisstjórn hennar á þeim sem minna höfðu og varð kveikjan að mótmælum um allt landið. Vorið 1990 tóku yfir 200.000 manns þátt í mótmælum gegn skattinum. Skatturinn var sérstaklega óvinsæll vegna þess að hann kom jafnt niður á öllum þeim sem vildu skrá sig á kjörstað.
Margir litu svo á skattinum væri sérstaklega ætlað að koma í veg fyrir að hinir fátækari - þeir sem voru líklegri til þess að kjósa Verkamannaflokkinn - kysu.
Nefskattur ásamt andstöðu frú Thatcher við Evrópusambandið og deilur innan hennar eigin flokks urðu til þess að fella Margaret Thacher bæði sem forsætiráðherra og formanns Íhaldsflokkurinn. Við tók John Major sem nokkrum árum síðar varð að lúta í lægra haldi fyrir Tony nokkrum Blair sem enn situr. Það var þessi baráttu gegn nefskattinum sem sósíalistarnir á The Militant kalla:
The Battle that brought down Thatcher
Hér á Íslandi er íhaldsstjórn sem nýlega hefur samþykkt nýjan skatt; nefskatt sem mun koma sérstaklega illa niður á þeim sem hafa lágar tekjur. Hins vegar verða þeir sem lifa á fjármagnstekjum undanþegnir skattinum. Þessi skattur var samþykktur á Alþingi í morgun sem þáttur í nýjum lögum um Ríkisútvarpið OHF. Hann er enn eitt dæmið um þá ranglátu skattlagningu sem þessi ríkisstjórn stundar. Hún leggur ekki á hátekjuskatta. Ónei, þá afnemur hún. Ríkisstjórn Íslands leggur hins vegur á lágtekjuskatta. Kannski þessi nýji lágtekjuskattur þeirra verði síðasti naglinn í líkkistu íhaldsstjórnarinnar okkar. Þorgerður Katrín er engin Thatcher og Geir Haarde á heldur ekki mikið sameiginlegt með járnfrúnni. En kannski þau muni eiga þetta sameiginlegt með frú Thatcher: Að falla á nefskattinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2007 | 14:46
Hjálmar hættir í pólítík - en vill samt ráða.
Jæja, það hlaut að koma að þessu. Komin á Moggabloggið. Það á svo eftir að koma í ljós hversu dugleg ég verð að skrifa.
Annars er það merkilegt með hann Hjálmar Árnason; fellur í prófkjöri, segist vera hættur í pólítík en þykist samt vera í stöðu til þess að skipta sér af því hver kemur í stað hans á lista Framsóknarflokksins á Suðurlandi. Hann fékk ekki brautargengi og þar með er enginn Suðurnesjamaður á listanum. Það var hins val þeirra sem þátt tóku í prófkjörinu og lítið við því að gera. Svo er það auðvitað spurning hvers vegna það þarf að vera svona mikilvægt að fá Suðurnesjamann á þing. Er ekki t.d. mikilvægara að fá hugsjónamanneskju á þing, einhverja sem hugsar um hag almennings, sama hvar sá ágæti almenningur býr?
Það er stundum eins og kjördæmapotið hafi bara versnað við stækkun kjördæmanna, nú þarf ekki bara að hugsa um að á listunum séu ungir og gamlir, fólk úr ýmsum stéttum o.sv.fr.v, heldur virðist líka alveg bráðnauðsynlegt að þar sé líka fólk úr öllum afkimum viðkomandi kjördæmis. Hins vegar virðist það ekki eins mikilvægt þeim sem svona hugsa að ofarlega á lista séu bæði karlar og konur. Það var ekki fyrr en Hjálmar blessaður var fallinn, hættur og horfinn úr pólítík sem það var orðið mikilvægt að fá konu frá Suðurnesjum. Spurning hvort þurfi ekki bara að gera eins og hann Björgvin G. leggur til og koma á einu kjördæmi fyrir allt landið. Þá eru kannski líkur á því að konum á þingi fjölgi eitthvað en því miður virðist þeim ætla að fækka eftir þessar kosningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2007 | 14:32
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)