Karlremban enn við völd í KSÍ

Í  KSÍ er ekki vaninn að hlusta á konur. Sambandið fékk bréf frá Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar í nóvember sl. þar sem spurt var um mismununandi dagpeningagreiðslur kvenna- og karlalandsliða og formaðurinn boðaður á fund nefndarinnar. Eggert Magnússon sá ekki ástæðu til að virða Mannréttindanefndina svars. Heldur ekki þó hringt væri og gengið eftir svari. Eftir að Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram til formanns KSÍ voru dagpeningagreiðslur til karla- og kvennalandsliðanna jafnaðar. Enn var Mannréttindanefndinni ekki svarað.

Nýr formaður KSÍ; Geir Þorsteinsson, sér heldur ekki ástæðu til að svara nefndinni með öðru en dónaskap og segir í Fréttablaðinu í dag:  „Ég held að þarna sé einhver ekki að fylgjast með."

Þeir hækkuðu jú dagpeninga Kvennalandsliðsins til jafns við karlana EFTIR að Halla bauð sig fram en annað hefur ekki gerst. Enn er full ástæða fyrir Mannréttindanefndina að ræða við forystu KSÍ. Hún sér hins vegar ekki ástæðu til þess að virða nefndina svars - og það þó Reykjavíkurborg styrki íþróttina um verulegar upphæðir á ári hverju og eigi samkvæmt reglum borgarinnar ekki að styrkja félög sem mismuna fólki. En karlarnir hjá KSÍ sjá enga ástæða til þess að tala við Mannréttindanefndina, enda bara einhver stelpa þar í forsvari.

Það er greinilega enn full þörf fyrir að halda áfram baráttunni fyrir breytingunni innan KSÍ. Framboð Höllu var aðeins fyrsta skrefið.

Segist hunsuð af KSÍ

Mannréttindanefnd Reykjavíkur vill fá skýringar Knattspyrnusambands Íslands á meintri misjafnri stöðu kynjanna í starfi sambandsins.

Eftir að Fréttablaðið sagði frá því í fyrrahaust að KSÍ greiddi liðsmönnum karlalandsliðsins hærri dagpeninga en liðsmönnum kvennalandsliðsins sendi mannréttindanefnd Reykjavíkur Eggert Magnússyni, þáverandi formanni KSÍ, bréf þann 1. nóvember og óskaði eftir því að hann mætti á fund nefndarinnar og skýrði málið.

Marsibil J. Sæmundsdóttir, formaður mannréttindanefndarinnar, segir að bréfinu hafi verið fylgt eftir með símtölum en engin viðbrögð hafi borist frá Eggert. Hann lét af starfi formanns KSÍ um síðustu helgi.
Reykjavíkurborg styrkir mannvirkjagerð KSÍ verulega.

 



mynd
Marsibil J. Sæmundsdóttir
Mannréttindanefndin vitnar í mannréttindastefnu borgarinnar um að styrkir frá borginni séu bundnir því skilyrði að unnið sé gegn mismunun og að jafnrétti: „Mannréttindanefnd getur krafið viðtakanda styrks um greinargerð um ráðstöfun hans til að fylgjast með því að hann sé nýttur á jafnréttisgrundvelli."

„Ef við komust að þeirri niðurstöðu að þarna sé misrétti í gangi munum við vekja athygli á því innan borgarkerfisins," segir Marsbil sem kveðst vongóð um að nýr formaður KSÍ mæti á fund nefndarinnar. „Ég hef fulla trú á því að Geir mæti til okkar."

„Ég þyrfti eiginlega að vita betur hvað þau eru að meina," segir Geir. „Dagpeningagreiðslur til kvenna og karla voru jafnaðar um miðjan janúar. Það kemur mér því á óvart að þau séu að álykta um þetta á fundi núna sjöunda febrúar. Ég held að þarna sé einhver ekki að fylgjast með."

Bloggfærslur 14. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband