Árið 2010 - Bílar bannaðir í miðborg Reykjavíkur?

traffic_jam

Já, kannski kemur að því einhvern tímann að við áttum okkur á því að það er ekki hægt að breikka götur endalaust. Það er ekki hægt að fjölga bílastæðum endalaust. Við höfum ekki pláss fyrir fleiri bíla. Svo einfalt er það. Bílar eru að verða jafnmargir eða fleiri en fólk með bílpróf.  Ein afleiðingin af þenslunni yndislegu.

 Hver er svo afleiðingin? Bílar uppi á gangstéttum, fólk með barnavagna, að ekki sé talað um fólk í hjólastólum eða með göngugrind, kemst ekki fram hjá. Bílslys, umferðarhnútar, árekstrar, stress. Svo er það mengunin. Bílar valda mengun. Bæði vegna útblásturs og vegna svifryks.

Bílaþjóðfélagið er vont fyrir umhverfið, vont fyrir samfélagið og vont fyrir okkur. Verst er það þó fyrir börnin okkar. Sum þeirra þjást af öndunarfærasjúkdómum og geta ekki lengur farið út að leika sér, önnur þjást af hreyfingarleysi. Þau geta nefnilega ekki labbað í skólann af því að það er svo mikið af bílum sem gætu keyrt á þau. Bílarnar eru svona margir af því að það er verið að keyra börn í skólann, það er nefnilega svo mikið af bílum sem gætu keyrt á þau og þannig heldur hringavitleysan áfram út í það óendanlega.

Gísli Marteinn "fólk er búið að velja og það valdi bílana" Baldursson virðist vera að vakna. Hann hljómaði a.m.k. ágætlega í nýlegri frétt um mengun af völdum bíla. En kannski var hann bara að bregðast við spurningum um aukna mengun vegna bílaumferðar. Hvað gat hann gert annað en að hvetja til aukinna hjólreiða og notkunar almannasamgangna?

Það hljómar að vísu ekki mjög trúverðugt úr hans munni. Hann situr jú einmitt í meirihlutanum sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk að fækka ferðum stofnleiða strætós um helming.

En kannski Gísli Marteinn hafi raunverulaga áttað sig. Kannski hann mæti í vinnuna á morgun og leggi til að nagladekk verði bönnuð í Reykjavík, að ferðum strætisvagna verði aftur fjölgað, að það verði ókeypis í strætó og háir skattar lagðir á mestu bensínströllin. Í stuttu máli að unnið verði markvisst gegn einkabílismanum.

 Við getum alltaf vonað.


mbl.is Bílaumferð bönnuð í miðborg Rómar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband