Okkar konur á vaktinni!

Enn og aftur kemur í ljós að dropinn holar steininn og að það skiptir máli að á þingi séu góðar konur sem vekja athygli á því sem þarf að breyta.

 Nú hefur Magnús Stefánsson áttað sig á því að Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Júlíusdóttir, þingkonur hafa haft alveg rétt fyrir sér í því að benda á óréttlæti sem þeir foreldrar sem eiga börn með stuttu millibili verða fyrir. Í slíkum tilfellum hafa fæðingarorlofsgreiðslur vegna seinna barnsins miðast við fæðingarorlofsgreiðslur vegna þess fyrra þannig að fólk var að fá aðeins 80% af 80% af fyrri launum. Þannig var kona - eða karl með 200.000 kr. á mánuði komin/n niður í 128.000 kr. greiðslu á mánuði í staðinn fyrir 160.000. Það munar um minna og hér var greinileg hola í kerfinu.

 

Það bentu þessar þingkonur Samfylkingarinnar á og nú - á kosningavori ber barátta þeirra loksins árangur. Kannski við sjáum bráðum fleiri góð mál stjórnarandstöðunnar verða að veruleika, það eru jú einu sinni að koma kosningar.


mbl.is Fyrri fæðingarorlofsgreiðslur ekki lengur lagðar til grundvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þér er boðið á Trúnó

Nú er nýja vefritið fætt, komið út úr reykfylltu bakherbergjunum og komið á Trúnó http://www.truno.blog.is/blog/   við þig kæri lesandi.

Góða skemmtun!

Bloggfærslur 7. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband