7.2.2007 | 15:17
Okkar konur á vaktinni!
Enn og aftur kemur í ljós að dropinn holar steininn og að það skiptir máli að á þingi séu góðar konur sem vekja athygli á því sem þarf að breyta.
Nú hefur Magnús Stefánsson áttað sig á því að Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Júlíusdóttir, þingkonur hafa haft alveg rétt fyrir sér í því að benda á óréttlæti sem þeir foreldrar sem eiga börn með stuttu millibili verða fyrir. Í slíkum tilfellum hafa fæðingarorlofsgreiðslur vegna seinna barnsins miðast við fæðingarorlofsgreiðslur vegna þess fyrra þannig að fólk var að fá aðeins 80% af 80% af fyrri launum. Þannig var kona - eða karl með 200.000 kr. á mánuði komin/n niður í 128.000 kr. greiðslu á mánuði í staðinn fyrir 160.000. Það munar um minna og hér var greinileg hola í kerfinu.
Það bentu þessar þingkonur Samfylkingarinnar á og nú - á kosningavori ber barátta þeirra loksins árangur. Kannski við sjáum bráðum fleiri góð mál stjórnarandstöðunnar verða að veruleika, það eru jú einu sinni að koma kosningar.
![]() |
Fyrri fæðingarorlofsgreiðslur ekki lengur lagðar til grundvallar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 10:52
Þér er boðið á Trúnó
Nú er nýja vefritið fætt, komið út úr reykfylltu bakherbergjunum og komið á Trúnó http://www.truno.blog.is/blog/ við þig kæri lesandi.
Góða skemmtun!Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)