Umhverfissóðarnir borgi!

Hvernig er það er ekki hægt að sekta þetta lið sem skilur bílana sína eftir í gangi hvar sem það fer? Það er eins og þetta fólk hafi ekki heyrt um mengun og börn sem ekki geta leikið sér úti vegna mengunar. Svo hefur þetta líka þannig áhrif að fólk sem vill hreyfa sig, nota vistvænar og (oftast) heilsusamlegar samgönguaðferðir eins og að hjóla eða ganga gefst upp af því það kemur heim með sviða í augum og sárar kverkar eftir allt rykið eftir bílaumferðina sem er að verða eins og í Detroit eða LA, borgum sem eru byggðar miðað við bíla og þar sem engin áhersla er lögð á almenningssamgöngur eða að hægt sé að komast um öðruvísi en á einkabíl. Þetta fólk gefst náttúrulega upp og fer að nota bíla - nema þeir alhörðustu sem nú hjóla um með grímur til þess að verja öndunarfærin.

Já, og svo á að banna nagladekkin, fjölga ferðum strætó og hafa ókeypis í strætó! Tillaga Samfylkingarinnar í borgarstjórn um 100 kr. gjald í strætó er skref í rétta átt og verður vonandi samþykkt.


Anarkistarnir og Ungdomshuset

 

Það er merkilegt með þetta mál að ungmennin sem telja borgina eiga að sjá sér fyrir húsnæði eru flest anarkistar. Þar með telja þau væntanlega hið opinbera eiga að skipta sér sem minnst af lífi  þeirra og annarra. Það fer ekki alveg saman við það að vilja fá húsnæði ókeypis eða því sem næst frá borginni.

Hins vegar á ég líka erfitt með að hafa samúð með eigendum hússins en Kaupmannahafnarborg seldi það til trúsamtakanna Fadderhuset fyrir nokkrum árum. Hef einhvern veginn ekki mjög gott álit á þeim - fremur en flestum sértrúarhópum.

Annars er hér: www.modkraft.dk lýsing á atburðunum við Ungdomshuset frá sjónarhorni hústökufólksins.  Samkvæmt glænýjum fréttum þaðan, sem uppfærðar eru reglulega, þá hefur danska lögreglan stoppað aktivista frá Skanderborg og Árósum en þeir voru á leiðinni til Norðurbrúar að taka þátt í baráttunni. Nokkur skólasystkina minna frá Roskilde voru tengd þessum hópi autonoma sem lengi hafa verið áberandi á Norðurbrú. Ég sveiflast svolítið á afstöðu minni til þessa hóps en tel samt að lögreglan danska sé að ganga of langt. Það er a.m.k. mjög skrítið að sjá mynd eins og þessa frá "Dejlige Danmark"

XXX_001 

 

 


mbl.is Rýming Ungdomshuset hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband