Gott mál - en hvenær verður ferðum stofnleiðanna fjölgað aftur?

Gaman að sjá að borgarstjórnarmeirihlutinn er aðeins að taka við sér í umhverfis- og samgöngumálum.  Þau mál eru auðvitað óaðskiljanleg eins og allir vita.

Hér er ýmsar góðar tillögur að finna og sjálfsagt að hrósa því sem vel er gert. Hins vegar sakna ég einnar góðrar hugmyndar. Hún snýst um að stofnleiðirnar keyri aftur á tíu mínútna fresti en ekki á tuttugu mínútna fresti eins og nú er. Þetta er ein mikilvægasta aðgerðin til þess að auðvelda og ýta undir notkun á almenningssamgöngum.

Eins og lesendur muna þá var það nefnilega eitt af fyrstu verkefnum nýs borgarstjórnarmeirihluta að fækka ferðum stofnleiða strætó. Ferðir á tíu mínútna fresti voru ein af forsendum nýs leiðakerfis - leiðakerfis sem fékk aldrei tækifæri til þess að sanna sig. Ástæða þess var sú að um leið og nýi meirihlutinn tók við hófst hann handa við að eyðileggja það. Bæði með áðurnefndri fækkun ferða stofnleiða og með því að leggja af eina þeirra; leið S5. Síðarnefnda ákvörðun var tekin aftur enda erfitt að standa á móti öllum Árbænum.

Enn keyra stofnleiðirnar á tuttugu mínútna fresti, nokkuð sem dregur mjög úr gagnsemi þeirra. Hvernig væri að kippa þessu í liðinn, herra borgarstjóri?


mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband