Ţá er ţađ framkvćmdastjórnin!

Ţá er komiđ ađ ţví; ég er komin í frambođ til framkvćmdastjórnar og ţví  um ađ gera ađ tala viđ sem flesta og kynna sig sem best. Ég hef nefnilega aldrei stađiđ í kosningabaráttu fyrir sjálfa mig fyrr. Hins vegar hef ég oft unniđ í kosningabaráttu, bćđi fyrir Reykjavíkurlistann og Samfylkinguna.

Í fyrsta skiptiđ sem ég bauđ mig fram í pólítískt embćtti var ţegar ég var beđin um ađ koma í stjórn Verđandi sem var félags ungs alţýđubandalagsfólks og óháđra - og ég var einmitt óháđ. Ţá fór ég í stjórn sem var undir forsćti eins núverandi og eins verđandi ţingmanns; ţ.e. Helga Hjörvars og Róberts Marshall. Ţar gaf ég út fréttabréf og fór svo á fullt í kosningabaráttuna fyrir Reykjavíkurlistann 1994. Ţađ var ótrúleg stemning og ţar skipulagđi ég tónleika, skrifađi greinar og sökkti mér svo á kaf ađ dóttir mín sem ţá var fimm ára hélt ađ ég ynni á kosningaskrifstofu Reykjavíkurlistans á Laugaveginum en ekki hjá Tryggingastofnun ađeins ofar á Laugaveginum.

Eftir frćkilegan kosningasigur Reykjavíkurlistans var ég komin međ bakteríuna og vildi halda áfram. Ég vildi ţó ekki fara inn í neinn einn af ţeim flokkum sem stóđ ađ Reykjavíkurlistanum - ekki ennţá. Ég endađi sem formađur Regnbogans - Reykjavíkurlistafélagsins í Vesturbćnum. 

Ţađ var svo ekki fyrr en 1998 sem ég ákvađ ađ ganga í Kvennalistann. Ţá var sameining vinstri aflanna komin á dagskrá og og vildi ég ađ stađa Kvennalistans yrđi sem sterkust ţar. Ţangađ hafđi ég líka tengsl sem náđu allt aftur til ársins 1992 ţegar ég starfađi í ritnefnd Veru. Ég var svo starfsmađur í kosningabaráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1998 og ćtlađi svo í kennsluréttindanám um haustiđ. Ţađ fór á annan veg ţví um haustiđ bauđst mér ađ gerast starfskona Kvennalistans. Fyrir stjórnmálafíkil eins og mig var ekki um annađ ađ rćđa en ađ taka ţví bođi og viđ tóku spennandi en erfiđir tímar sameiningarveturinn 1998 - 1999. Ţar gekk á ýmsu en niđurstađan varđ sú ađ um voriđ var ég enn og aftur farin ađ starfa í kosningabaráttu og nú fyrir Samfylkinguna.

Einhvern tíminn á ţessu tímabili gerđist ég svo talskona Grósku - félags sem fyrst og fremst var stofnađ kringum sameiningarhugsjón jafnađarmanna. Ég var hvorki langlíf né áberandi talsmađur enda var hlutverki Grósku ađ ljúka nú ţegar hugsjónin um sameiningu jafnađarmanna var ađ rćtast.

Veturinn eftir lauk ég svo kennsluréttindanámi og ađ ţví búnu héldum viđ fjölskyldan til Danmerkur ţar sem ég nam menntunar- og stjórnsýslufrćđi í Roskildeháskóla. Ég fór ţó ekki í pólítískt frí ţví ţegar leiđ ađ kosningum 2003 stóđ ég ásamt fleiri Íslendingum í Danmörku ađ ţví ađ fá Guđrúnu Ögmundsdóttur út og skipulagđi fund međ henni. Sá fundur breyttist reyndar í fund međ fulltrúum flestra frambođa ţegar stuđningsmenn annarra flokka áttuđu sig á ţví ađ Samfylkingin ćtlađi ađ senda fulltrúa sinn út. Niđurstađan varđ fullt Jónshús og mjög skemmtilegur fundur sem vonandi hefur skilađ Samfylkingunni nokkrum atkvćđum.

Ţegar heim var komiđ starfađi ég fyrst sem ráđgjafi hjá Símenntunarmiđstöđinni á Vesturlandi og síđar sem verkefnastjóri hjá Mími símenntun. Ţar starfa ég ađ fullorđinsfrćđslu og menntun ţeirra sem skemmsta hafa skólagönguna.

Enn lćtur pólítíkin mig ekki í friđi. Nú er ég komin í stjórn Samfylkingarfélagsins í Miđbćnum, skrifa stundum á Trúnó, tek ţátt í ritstýra blađi Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir kosningarnar og fleira og fleira.

Stjórnarflokkarnir tala um ađ mánuđur sé stuttur tími í pólítík. Ţađ er rétt og enn getur margt breyst. Sextán ár eru hins vegar langur tími, allt of langur tími í afturhaldspólítík og forrćđishyggju.  Ég ćtla ekki ađ leggja á liđi mínu, hvorki í kosningabaráttunni né í starfinu í kjölfar kosninga.


Gćsahúđ

Ţađ var gaman á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Ég fékk oft gćsahúđ undir rćđu Ingibjargar Sólrúnar og Helle Thorning Schmidt og Mona Sahling voru báđar frábćrar. Ţađ verđur gaman ţegar ţessar ţrjár verđa allar komnar í stjórn hver í sínu landi.

Ţarna fann ég sterkt hvers vegna ég var komin ţarna - hvers vegna ég hafđi veriđ ađ vinna allt ţetta pólítíska starf undanfarin ár. Ţessar ţrjár frábćru konur settu allar jafnađarstefnuna fram sem forsendu velferđar og vaxtar og sem  hinn augljósa valkost fyrir ţá sem vilja velferđ, fyrir ţá sem vilja ađ allir séu ţátttakendur í velferđinni, ekki bara sumir útvaldir. Fyrir ţá sem sjá ađ hćgri flokkarnir hafa hvorki áhuga né skilning á velferđ.

 En viđ vorum ekki bara komin ţarna til ţess ađ hlustaá rćđur. Viđ vorum komin til ţess ađ vinna málefnavinnu og líka til ţess ađ hitta gamla félaga og nýja úr baráttunni.


Bloggfćrslur 14. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband