Þegar trúin ein er eftir

Stundum verð ég svolítið hissa á verkalýðsforystunni. Eins og þegar hún velur gospelkór til þess að syngja fyrir okkur á 1. maí. Þá get ég ekki aðmér gert að hugsa um Joe Hill, sem samdi ágætis baráttuljóð með línunum; "You´ll get pie in the skye when you die." Eða á íslensku; "Þú færð nóg að éta á himnum." Skilaboðin voru skýr; almúginn átti að vera lítilþægur og hógvær, ekki vera með of mikla heimtufrekju. Þá væri nefnilega von til þess að þessi sami almenningur kæmist til himna. Þar væri allt gott og því engin ástæða til þess að vera að gera of miklar kröfur hérna megin.

Kannski er forystan bara orðin svona vonlaus.

Orðin svona leið á að berja höfðinu við stein hægristjórnar sem engan áhuga hefur á málefnum verkafólks.

Sem engan áhuga hefur á hag lífeyrisþega.

Sem kærir sig kollótta um málefni barna.

Sem rukkar skuldum vafið fjölskyldufólk um stimpilgjöld ef það er svo bjartstýnt að ætla að koma sér upp þaki yfir höfuð.

Sem sparar í tannheilsu barnanna okkar, barnabótunum, vaxtabótunum og öllu því sem ætla mætti að gæti létt venjulegu fólki lífið.

Hægristjórnar sem gerir að fjármálaráðherra mann sem virðist hvorki hafa áhuga né skilning á málefnum ráðuneytis síns.

Stjórnar sem afléttir hátekjuskatti en leggur á lágtekjuskatt.

 

Já, það er kannski von að verkalýðsforystan sé vondauf og leiti trúarlegar forsjár. Henni til huggunar bendi ég á að nú eru aðeins 11 dagar til kosninga.

Þá verður hægristjórninni hafnað.


mbl.is „Velferð fyrir alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deilur innan Framsóknar - Hvers vegna þurfti Jóhannes að víkja?

Ekki get ég að því gert að þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði um nýja stjórnarformanninn.  Að hann ætti að undirbúa jarðveginn fyrir söluna.

Viðbrögð Péturs Gunnarssonar framsóknarvefara virðast benda til sama. Hann rýkur upp yfir orðum Skúla. Lítil spurning um ástæður stjórnarformannsskiptanna virðist ekki milda skap hans, sbr. næstu færslu hér á undan.

Er Framsókn klofin í þessu máli?


mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhannes Geir vælukjói?

Það er gaman að Pétri Gunnarssyni spunameistara Framsóknarflokksins núna. Hann fer mikinn um orð Skúla Thorodssen um að selja eigi Landsvirkjun. Ekki veit ég hvað er til í því - en óttast þó einkavæðingaráhuga Sjálfstæðisflokksins sem er til alls líklegur í einkavinavæðingunni eins og dæmin sanna.

Þegar framsóknarmenn tala um Landsvirkjun fer þó ekki hjá því að hugurinn reiki til nýja stjórnarformannsins. Þannig er mál með vexti að á nýlegum aðalfundi Landsvirkjunar var skipt um stjórnarformann. Stjórnarformann sem að Framsókn "á". Af einhverjum ástæðum þótti nú ástæða til þess að skipta Jóhannesi Geir, stjórnarformanni til tólf ára, út fyrir Pál Magnússon. Páll er gamall Röskvumaður, bæjarritari í Kópavogi og lítill vinur heilbrigðisráðherra.  Þetta kom Jóhannesi á óvart og voru hvorki hann né Siv Friðleifsdóttir ánægð með þessa nýskipun.

http://hux.blog.is/blog/hux/entry/195021/

Ég spurði Pétur um ástæður þess að Jóhannes Geir þurfti að hætta og af hverju lá svona á.  Þá kemur í ljós að Pétur telur að Jóhannes sé "vælukjói" og vill meina að slæm ímynd Landsvirkjunar sé honum að kenna. Þessi orð Péturs fóru ekki vel í lesendur síðunnar. Einn þeirra; Ólafur Sveinn, sem segist vera framsóknarmaður er þannig alls ekki ánægður með þessi orð Péturs sem dregur þá heldur í land.

Svona er þá samkomulagið í henni Framsókn. Spurning hvort hún þurfi ekki að fara að hvíla sig.

 


Bloggfærslur 1. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband