Paul Nikolov, Sigurður Kári - eða Steinunn Valdís?

SV´

Minni kjósendur í Reykjavík norður á að ekki er enn orðið öruggt að Steinunn Valdís Óskarsdóttir samfylkingarkona og fyrrverandi borgarstjóri komist á þing. Sumar kannanir sýna meiri líkur á því að sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári eða hinn vinstri græni Paul Nikolov nái kjöri. 

Fyrir það starfsfólk leikskóla sem Steinunn þorði að hækka launin hjá, þrátt fyrir háværar heimsendaspár íhaldsins, er valið auðvitað einfalt.

 

Fyrir okkur sem þekkjum Steinunni Valdísi er valið líka einfalt. Hún er ein öflugasti stjórnmálakona sem ég þekki. Við þurfum að fá hana á þing. Til þess virðist núna vanta nokkur atkvæði. Er ekki málið að bæta úr því?  


Og enn semja þeir...

Nóg af peningum til í reiðhöllina. Gaman að því. Kannski, ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði verið hægt að finna smá aur í Live Earth tónleikina. Peningar sem hefðu skilað sér margfalt til baka. Slíkur styrkur hefði líka sýnt áhuga okkar fyrir því að vinna að umhverfismálum. Áhuga sem greinilega skortir algjörlega hjá núverandi (bráðum fyrrverandi Smile) ríkisstjórn.


mbl.is Samið um reiðhöll í Hrunamannahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband