Rós er rós er rós er rós

rósastríð

Í kjölfarið á alveg hreint indælli gönguferð um Vesturbæinn með sjálfum Ellerti Schram lá leiðin á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar. Ellert þekkti auðvitað annað hvort mann og hljóp sporléttur upp og niður stigana og blés ekki úr nös á meðan ég hljóp upp og niður af mæði. Þó er ég fáeinum árum yngri en Ellert. Það er víst ekki nóg að vera ung til þess að vera í góðu formi. Það þarf að vinna fyrir því.

Á kosningamiðstöðinni var líf og fjör; fólk að koma til baka eftir rósagöngurnar, aðrir að sækja bæklinga og merki til þess að dreifa og enn aðrir bara komnir í smá spjall. Nokkrar konur ræddu um Rósastríðið eins og fólk er farið að kalla rósagöngurnar okkar. Það gaf tilefni til smá umræðna um sagnfræði. Þær umræður liðu fyrir skort á sagnfræðingum á staðnum  (hvorki Ingibjörg Sólrún né Steinunn Valdís voru viðstaddar). Össur gat hins vegar staðfest að Rósastríðið hefði verið háð í Englandi. Með þær upplýsingar að vopni fór ég heim og fletti Rósastríðinu upp í Google - besta vini forvitnu konunnar.

Örstutt rannsóknarvinna leiddi í ljós að ef orðinu Rósastríð er slegið upp í Google koma fyrst upp nokkrar færslur um kosningabaráttu Samfylkingarinnar vorið 2007. Síðan koma færslur um Rósastríðið sem háð var í Englandi á síðari hluta 15. aldar. Þar börðust tvær ættir um hver ætti að verða konungur. Rósastríðið dró úr áhrifum enska aðalsins.

Nú er spurningin bara hvaða aðall missir áhrif sín í kjölfar hins íslenska rósastríðs .

 

 

 


Bloggfærslur 11. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband