Rósir með Jóhönnu

 

Johanna_sigurdardottir_official_portrait

Fyrir tilviljun gafst mér tækifæri til þess að fara í rósagöngu með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra síðast liðinn laugardag. Það var ótrúleg upplifun. Kannski ekkert skrítið að fólk sé ánægt og hissa þegar sjálfur forsætisráðherrann bankar upp á til þess að gefa rós. Svona frábærum móttökum átti ég samt ekki von á. Það voru allir svo glaðir, allir svo jákvæðir og allir svo hrifnir af Jóhönnu. Fólk óskaði okkur góðs gengis og meirihluti þeirra sem við hittum á göngu okkar um vesturbæinn þennan laugardagseftirmiðdag var mjög hrifinn af Jóhönnu.

Það er kannski ekki að undra enda sýna skoðanakannanir að meirihluti kosningabærra Íslendinga vill að hún verði áfram forsætisráðherra eftir kosningar.

Til þess að það verði að veruleika er aðeins ein leið: að kjósa Samfylkingunni og tryggja þannig áframhaldandi forystu Jóhönnu Sigurðardóttur í ríkisstjórn.  

 

 


Sækjum um eftir kosningar!

Samfylkingin er augljóslega eini kosturinn fyrir þá sem vilja sækja um aðild að ESB. Ekki er hægt að kjósa um ESB fyrr en komið er í ljós hvað kemur út úr samningum.

Sú hugmynd að kjósa um hvort eigi að hefja aðildarviðræður, til þess svo að kjósa aftur um niðurstöður þeirra er auðvitað gjörsamlega út í hött og furðulegt að skynsamir menn láti sér detta aðra eins vitleysu í hug. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að kjósa um það sem við vitum ekki hvað er?

Við vitum ekki hversu góðum árangri við náum í samningaviðræðum við ESB. Það getur verið ágætt að hafa efasemdarmennina í VG með í þeim viðræðum en það er fyrir öllu að Samfylkingin fái afgerandi kosningu næst komandi laugardag. Aðeins þannig getum við verið örugg um að hægt verði að hefja aðildarviðræður að loknum kosningum.

Margir virðast hræddir við Evrópusambandið, hræddir við það fjölþjóðlega samstarf sem í því felst. Alls konar tröllasögur eru sagðar, um að við missum vald yfir auðlindum okkar, að landbúnaðurinn okkar hrynji, atvinnuleysi aukist og við missum allt okkar sjálfsagt. Allt er þetta rangt og það sem meira er, ESB aðild þýðir betri kjör vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs. Við höfum ekki efni á að láta ekki reyna á aðildarsamninga.

 


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband