Nefskatturinn felldi frú Thatcher

margaret_thatcherÁrið 1990 var settur á nýr skattur í Bretlandi. Þremur árum fyrr hafði Íhaldsflokkur Margrétar Thatcher unnið meirihluta í þriðja skiptið í röð. Frú Thatcher virtist ósigrandi - en þá kom nefskatturinn til sögunnar. Aldrei hafði jafn óvinsæll skattur verið settur á í því landi og þessi "poll tax". Hann þótti lýsandi fyrir fyrirlitningu Thatcher og ríkisstjórn hennar á þeim sem minna höfðu og varð kveikjan að mótmælum um allt landið.  Vorið 1990 tóku yfir 200.000 manns þátt í mótmælum gegn skattinum. Skatturinn var sérstaklega óvinsæll vegna þess að hann kom jafnt niður á öllum þeim sem vildu skrá sig á kjörstað. DefyPollTaxMargir litu svo á skattinum væri sérstaklega ætlað að koma í veg fyrir að hinir fátækari - þeir sem voru líklegri til þess að kjósa Verkamannaflokkinn - kysu.

 

Nefskattur ásamt andstöðu frú Thatcher við Evrópusambandið og deilur innan hennar eigin flokks urðu til þess að fella Margaret Thacher bæði sem forsætiráðherra og formanns Íhaldsflokkurinn. Við tók John Major sem nokkrum árum síðar varð að lúta í lægra haldi fyrir Tony nokkrum Blair sem enn situr. Það var þessi baráttu gegn nefskattinum sem sósíalistarnir á The Militant kalla:

The Battle that brought down Thatcher

 Hér á Íslandi er íhaldsstjórn sem nýlega hefur samþykkt nýjan skatt; nefskatt sem mun koma sérstaklega illa niður á þeim sem hafa lágar tekjur. Hins vegar verða þeir sem lifa á fjármagnstekjum undanþegnir skattinum. Þessi skattur var samþykktur á Alþingi í morgun sem þáttur í nýjum lögum um Ríkisútvarpið OHF. Hann er enn eitt dæmið um þá ranglátu skattlagningu sem þessi ríkisstjórn stundar. Hún leggur ekki á hátekjuskatta. Ónei, þá afnemur hún. Ríkisstjórn Íslands leggur hins vegur á lágtekjuskatta. Kannski þessi nýji lágtekjuskattur þeirra verði síðasti naglinn í líkkistu íhaldsstjórnarinnar okkar. Þorgerður Katrín er engin Thatcher og Geir Haarde á heldur ekki mikið sameiginlegt með járnfrúnni. En kannski þau muni eiga þetta sameiginlegt með frú Thatcher: Að falla á nefskattinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Velkomin á moggabloggið

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 24.1.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband