Eru mennirnir vitlausir?

 

Sauðfjármálaráðherrann (eins og Guðmundur Steingrímsson kallar hann), leiðtogi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi og landbúnaðarráðherra skrifuðu í dag undir samning við fullrúa bænda um að setja 16.000.000.000 krónur í sauðfjárrækt á næstu sjö árum. Um þetta hafa fæst orð minnsta ábyrgð.

sauðfé
 

 

 Einhverjir telja þetta til vitnis um að það séu að koma kosningar. Ef svo er þá sýnir það betur en nokkuð annað að kosningakerfið okkar er enn handónýtt. Ef einhver veit hve sauðfjárbú á landinu eru mörg á landinu þá má gjarnan upplýsa það hér á athugasemdakerfinu. Ég veit það ekki. Veit bara að þeir eru örugglega ekki það margir að það geti skipt máli í kosningum. Eða getur það verið?

Hins vegar veit ég um fullt af góðum hlutum sem má nota 16 milljarða í. Ég veit líka um fullt af fólki sem blöskrar þessi fjárútlát en það er líklega hvorki í kosningahópi Framsóknar- né Sjálfstæðisflokks.


mbl.is Nýr sauðfjársamningur undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég hygg að ekki sé mjög langt frá lagi að þau séu kringum tvö þúsund.

Hlynur Þór Magnússon, 26.1.2007 kl. 00:14

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Það gerir þá átta milljón krónur á hvert bú. Skyldi einhverjir bændur kannski frekar vilja fá það fé í vasann til þess að borga upp í íbúð eða til þess að byrja jafnvel á einhverjum nýjum viðskiptum.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 26.1.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég man að á fjárlögum ársins 1994 fóru fimm milljarðar í "beinar greiðslur til sauðfjárbænda." Kannski þessi upphæð hafi lækkað með árunum, enda eru 16 milljarðar á sjö árum mikið minna fé.

Árum saman notaði ég þessa upphæð sem einingu í umræðum um ríkisútgjöld: "Iss, þetta er ekkert, þetta er bara 2.5% því sem fer í beinar greiðslur til sauðfjárbænda."

Elías Halldór Ágústsson, 1.2.2007 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband