Til hamingju Ísland - Julie fær dvalarleyfi

Loksins fær maður fregnir sem gefa til kynna að hjá Útlendingastofnun sé til einhver mannúð. Það að kona sem kemur hingað til lands sem eiginkona Íslendings eigi á hættu að missa landvistarleyfið ef þau skilja er auðvitað klæðskerasaumað til þess að vernda kúgara og ofbeldismenn.

Þannig hafa þær jafnvel þolað endalausa kúgun af ótta við að vera sendar úr landi og jafnvel missa forræðið yfir og sambandið við börnin. Þessi fregn um dvalarleyfi Julie gefur því von um að framvegis verði mannréttindasjónarmið í hávegum höfð þegar teknar verða ákvarðanir um dvalarleyfi útlendinga. Heimilisofbeldi er nefnilega mannréttindabrot.

Vonandi sendir þessi ákvörðun Útlendingastofnunar líka skilaboð til þeirra fjölmörgu íslensku karla sem gengið hafa að eiga konur frá fjarlægum löndum. Konur sem þeir stundum þekkja lítið eða ekkert. Skilaboðin gætu þá kannski verið: Það á enginn maður aðra manneskju og ofbeldi verður ekki liðið.


mbl.is „Nú get ég loksins lagt fortíðina að baki og hafið nýtt líf"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Gott mál.

Svala Jónsdóttir, 9.2.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband