Umhverfissóðarnir borgi!

Hvernig er það er ekki hægt að sekta þetta lið sem skilur bílana sína eftir í gangi hvar sem það fer? Það er eins og þetta fólk hafi ekki heyrt um mengun og börn sem ekki geta leikið sér úti vegna mengunar. Svo hefur þetta líka þannig áhrif að fólk sem vill hreyfa sig, nota vistvænar og (oftast) heilsusamlegar samgönguaðferðir eins og að hjóla eða ganga gefst upp af því það kemur heim með sviða í augum og sárar kverkar eftir allt rykið eftir bílaumferðina sem er að verða eins og í Detroit eða LA, borgum sem eru byggðar miðað við bíla og þar sem engin áhersla er lögð á almenningssamgöngur eða að hægt sé að komast um öðruvísi en á einkabíl. Þetta fólk gefst náttúrulega upp og fer að nota bíla - nema þeir alhörðustu sem nú hjóla um með grímur til þess að verja öndunarfærin.

Já, og svo á að banna nagladekkin, fjölga ferðum strætó og hafa ókeypis í strætó! Tillaga Samfylkingarinnar í borgarstjórn um 100 kr. gjald í strætó er skref í rétta átt og verður vonandi samþykkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Allir með strætó!!! Ég eyði 100 mínútum á dag í strætó og finnst það allt í lagi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.3.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Einmitt! Flestir búa líka nær vinnustaðnum heldur en þú og því ætti þetta ekki að vera neitt mál - kannski ég taki bara sjálf strætó á morgun!

Ingibjörg Stefánsdóttir, 1.3.2007 kl. 19:53

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hjá leikskóla sonar míns er skilti sem á stendur um að drepa á vélinni og mynd af blómum!  Fyrir utan þetta skilti er mjög vinsælt á veturna, þegar kalt er að geyma bílinn í gangi (og hita hann) á meðan litlu börnin þurfa að labba inn um hliðið í mengunarkófinu...svo ég tali nú ekki um fordæmið sem þetta gefur.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.3.2007 kl. 01:49

4 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Í morgun þegar við Þorbjörg löbbuðum af stað í leikskólann var stór jeppi í gangi beint fyrir utan dyrnar hjá mér og þar með beint fyrir utan leikskólann sem er hinumegin við götuna. Ég benti konunni sem sat aftur í á þetta og sagði að það væri nóg mengun samt í borginni. Vona að þau hugsi sig um næst.

Auðvitað á að sekta fyrir svona hegðun.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 2.3.2007 kl. 09:52

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...HÚN MUN EKKI HUGSA INGIBJÖRG..NEMA AÐ SÉRSTÖK SÉ!...EN GOTT HJÁ ÞÉR!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.3.2007 kl. 22:49

6 Smámynd: Magnús Bergsson

Við sitjum nú uppi með borgarstjórn og ríksistjórn sem elskar bíla sína meira en börnin sín. Það er markmið núverandi borgarstjórnar að auka hraða og rýmd bílaumferðar. Svo erum við með ríkisstjórn sem nefndi hjólreiðar ekki á nafn í sinni nýjustu Samgönguáætlun 2007-2010. Þar sem við sitjum uppi með svona pólitík þá er ekki von á góðu. Samkvæmt kenningum ráðamanna þá hefur fólk valið sér einkabílinn fram yfir önnur farartæki því beri að sinna því fólki fremur en þeim vistvænu.  Þess vegna sitjum við uppi með ónýtar samgöngur sem bæði menga mest, limlesta og drepa flesta og kosta okkur mest.

Magnús Bergsson, 3.3.2007 kl. 15:32

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég hef verið að hugsa um stóra límmiða, sem hægt væri að líma á bílrúðuna hjá umhverfissóðunum.

Eitthvað í þessa átt: Þú ert umhverfissóði. Dreptu á druslunni!

Svo getur liðið dundað sér við að skafa miðann af. ;)

Svala Jónsdóttir, 3.3.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband