Og Gísli Marteinn sem var orðinn svo umhverfisvænn...

Þessar fregnir sýna enn og aftur hversu lítið er að treysta á sjálfstæðismenn í samgöngu- og umhverfismálum. Þeir fækkuðu ferðum stofnleiða um helming þegar þeir tóku við á síðasta ári og nú á enn að skera niður.

Ég hlustaði á Gísla Martein í laugardagsþættinum á Rás1 á laugardaginn og þá hljómaði hann svo ægilega vistvænn og skilningsríkur á mikilvægi almenningssamgangna og þess að bílum héldi ekki áfram að fjölga. Nú er annað hljóð í strokkinum og tíu skrefin greinilega bara til að sýnast. Nú verður gengið afturábak og öll fögru orðin að engu hafandi.

 

Annars er þetta náttúrulega skiljanlegt. Villi greyið þarf auðvitað að spara fyrir lóðakaupunum í miðbænum. Svo er eins og mig minni að hann hafi verið að gefa Háspennu rándýra lóð í Vesturbænum í staðinn fyrir spilasalinn sem hann rak úr Mjóddinni.


mbl.is Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara tær snilld að fækka ferðum á sumrin !!  Eða hvað ?  Fyrir nokkrum árum síðan ákvaðum við að hafa bara einn bíl á heimilinu og ég tók strætó í og úr vinnu heilan vetur.  Það gekk mjög vel, þar sem vagninn gekk á 20 mín fresti á morgnana og síðan á 30 mín fresti.  Eeen svo kom sumaráætlunin og vagninn gekk á KLUKKUTÍMA fresti.  Nei þá gafst ég upp og þar eftir voru tveir bílar á heimilinu.  Síðan hef ég ekki tekið strætó nema í undantekningartilvikum.  Ef fólk á að nota almenningssamgöngur þá verða þær að vera alltaf nothæfar !!  Ef þær eru það ekki þá neyðist fólk til að eiga bíl og þá notar fólk auðvitað ekki strætó því ef þú átt á annaðborð bíl, þá er ódýrara að nota hann en taka strætó.

Egill Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þessi frétt segir samt nánast ekki neitt annað en að deilt hafi verið á fundi umhverfisráðs. Hverjar eru breytingarnar? Og hver er þá rökstuðningurinn?

Berglind Steinsdóttir, 24.4.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Veistu Berglind, ég treysti fulltrúum Samfylkingar og VG í umhverfisráði alveg fullkomlega til þess að meta hvort um þjónustuskerðingu er að ræða.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.4.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband