2.4.2008 | 09:50
Strandsiglingar eru málið
Mér skilst á forsvarsmanni mótmælanna að það kosti meira en milljón að keyra einn vöruflutningabíl á mánuði. Hann gleymir þó örugglega þeim kostnaði sem hlýst af sliti á vegum þegar þessi tröll keyra um okkar lasburða vegakerfi. Hann gleymir líka að gera ráð fyrir menguninni af bílnum, slysahættunni þegar þessi tröll bruna framúr smábílum á þröngum malarvegum. Já, það er heilmikill kostnaður sem ekki er hér upptalinn.
Lausnin er augljós: Taka upp strandsiglingar aftur. Ódýrara, umhverfisvænna og hættuminna. Ég fæ enn martraðir um að ég sé að mæta trukki að fara framúr þar sem hvorki er pláss né tími til þess. Þessir bílar eiga ekki heima í íslensku vegakerfi og mótmælaaðgerðir þeirra og umferðartafir eru ágætt tækifæri til þess að hækka enn álögur á vörubílstjórarna en styrkja þess í stað strandsiglingar.
Mestu tafir hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ahh jamm það er kannski lausn á eldsneytisneyslu en atvinnubílstjórar eru oftast að flytja vörur innanbæjar og kranar og ruðningstæki og þessháttar varð ekki var við einn einasta bíl Eimskipa né Samskipa í mótmælunum hingað til. Auk þess að það myndu menn missa vinnuna...þeir gerast varla sjómenn á fraktskipum.
Hvernig við þvingum flutningsfyrirtækin til þess að taka upp flutningsmáta sem þeir töldu óhagstæðan í rekstri er annað mál. Vilt þú að ríkið geti og sagt þér að þú eigir að vinna vinnuna þín svona en ekki hinseginn?
Þetta er flóknara en svo... Auk þess að minni neysla lækkar ekki eldsneytisverð og það er verðið sem er málið.
Þeir sem munu græða hlutfallslega mest á þessum mótmælum eru heimilin, fyrirtæki geta ef þau kjósa velt þessum kostnaði á heimilin sem ekki geta gert mikið annað en tekið því. Þannig að neytendur ættu að fagna því að atvinnurekendur sem þessir hafa ákveðið að stoppa þetta af hjá sér. Því að núverandi ríkisstjórn (amk sjallarnir) hafa sýnt það að einu aðilarnir sem þeir kannski heyra í eru atvinnurekendur.
Þess má geta að ég er sammála þér um landflutningana og hata að mæta trukkunum úti á þjóðvegunum. En eins og ég sagði þá segja flutningsfyrirtækin að þetta sé hagstæðara og varla væru þeir að þessu bara til gríns og að tapa fjármunum?
Mengun, slysahætta og vegslit er ekkert mál varðandi nýjustu trukkana samt. Trukkar eru ekki með nagladekk, eina slitið er þungi bílsins og það er aðallega vanhönnun eldri vega hér á landi. Slysahætta er hlutfallslega minni en kemst oftar í fréttirnar. Mengun? hehehe þetta eru einu best hönnuðu og sparneytnustu díselvélarnar á landinu....
Skaz, 2.4.2008 kl. 20:36
Ríkið hefur alls kyns tæki til þess að gera það hagstæðara fyrir flutningsfyrirtækin að flytja á sjó fremur en á landi. Mig grunar að kostnaður ríkissjóðs af vegaskemmdum, slysum og öðru því sem fylgir umferð vöruflutningabíla um landið sé stórlega vanmetinn.
Hins vegar er það líklega rétt hjá þér að stór hluti atvinnubílstjóra flytji vörur og vinni við ýmsar framkvæmdir innanbæjar. Því spyr ég hvort ekki sé hægt að gera eitthvað til þess að minnka bensín/olíueyðslu þessarra bíla. Bílar eru misorkufrekir og mér finnst sjálfsagt að styðja menn til þess að finna leiðir til þess að spara eldsneyti og kaupa bíla sem eyða minna af því. Eldsneytisverð er ekkert að fara að lækka. Við þurfum því að finna leiðir til þess að nota minna af því.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 3.4.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.