Okkar konur á vaktinni!

Enn og aftur kemur í ljós að dropinn holar steininn og að það skiptir máli að á þingi séu góðar konur sem vekja athygli á því sem þarf að breyta.

 Nú hefur Magnús Stefánsson áttað sig á því að Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Júlíusdóttir, þingkonur hafa haft alveg rétt fyrir sér í því að benda á óréttlæti sem þeir foreldrar sem eiga börn með stuttu millibili verða fyrir. Í slíkum tilfellum hafa fæðingarorlofsgreiðslur vegna seinna barnsins miðast við fæðingarorlofsgreiðslur vegna þess fyrra þannig að fólk var að fá aðeins 80% af 80% af fyrri launum. Þannig var kona - eða karl með 200.000 kr. á mánuði komin/n niður í 128.000 kr. greiðslu á mánuði í staðinn fyrir 160.000. Það munar um minna og hér var greinileg hola í kerfinu.

 

Það bentu þessar þingkonur Samfylkingarinnar á og nú - á kosningavori ber barátta þeirra loksins árangur. Kannski við sjáum bráðum fleiri góð mál stjórnarandstöðunnar verða að veruleika, það eru jú einu sinni að koma kosningar.


mbl.is Fyrri fæðingarorlofsgreiðslur ekki lengur lagðar til grundvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þér er boðið á Trúnó

Nú er nýja vefritið fætt, komið út úr reykfylltu bakherbergjunum og komið á Trúnó http://www.truno.blog.is/blog/   við þig kæri lesandi.

Góða skemmtun!

Barack Obama eða Hillary Clinton?

Hillary Clinton       

 

 

Allt lítur út fyrir ákaflega spennandi forval hjá Demókrataflokknum bandaríska. Hillary hefur loksins ákveðið að gefa kost á sér - nokkuð sem beðið hefur verið eftir og búist við lengi. Þó að Hillary Clinton sé mjög þekkt, fólk þekki nafnið hennar og andlit enda konan fyrrverandi forsetafrú, þá er alls ekki víst að hún hljóti útnefningu sem forsetaefni flokks síns. Til þess er hún of umdeild. Það er nefnilega þannig með sterkar og klárar konur að þær eiga það til að fara alveg ofboðslega í taugarnar á ýmsum, bæði körlum og konum. Konur sem sækjast eftir völdum eru í huga þessa fólks valdasjúkar á meðan karlarnar hafa heilbrigðan metnað. Þetta þekkjum við hér heima, hvað varðar stjórnmálakonur sem skara fram úr. Held ég þurfi ekki að nefna nein dæmi, læt það lesendum mínum eftir...

 

Obama2

Svo er líka annar frambjóðandi sem gæti átt möguleika. Það er ef sjarmi, ræðusnilli, hæfileiki til að setja sig í spor annarra og ná til fólks hafa eitthvað að segja. Þetta er frambjóðandinn sem líkt hefur verið við John F. Kennedy, frambjóðandinn sem fólk kemur langt að til að hlusta á og líka frambjóðandinn sem orðið hefur fyrir ómaklegustu árásunum að undanförnum. Hann heitir nefnilega Barack Obama, er svartur á hörund og bjó sem barn að aldri í fjölmennasta múslimaríki heims; Indónesíu. Þar gekk hann í madras sem ku víst bara þýða skóla en flestir Vestur-Evrópubúar tengja nú við gróðrarstíur hins herskáa islam sem gat af sér hryðjuverkamenn og bókstafstrúarmenn sem seint myndu teljast góður félagsskapur fyrir væntanlegan forseta Bandaríkjanna. Það var hins vegar mjög ósanngjarnt að nota þetta gegn Obama sem gekk þarna bara í venjulegan barnaskóla sem á ekkert skylt við pakistönsku skólana. Enn verra var þó þegar sjónvarpsstöð ein misritaði nafn frambjóðandans, viljandi eða óviljandi, og kallaði hann Osama í höfuð á óvini Bandaríkjamanna númer eitt. Svona hefur áhrif, sérstaklega meðal þeirra sem ekki eru neitt allt of vel upplýstir en slíkt fólk er ekki óalgengt í landi hinnu frjálsu...

 

Hvað sem þessu líður og hvernig sem þetta fer þá geta orðið stórtíðindi í bandarískum stjórnmálum í forkosningunum. Þetta gæti orðið fyrsta skipti sem kona er í framboði og jafnvel nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna eða þetta gæti orðið í fyrsta skipti sem svartur maður er í framboði og jafnvel nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Bæði eru snilldarstjórnmálamenn, bæði eru heillandi, hvort á sinn hátt. Kannski við fáum tvöföld stórtíðindi og Obama verði varaforsetaefni Clinton.

 

Við bíðum og sjáum. Á meðan getum við velt því fyrir okkur hvort ekki sé kominn tími á sambærileg stórtíðindi á Íslandi.

VIÐBÓT

Við nánari rannsókn á Barack Obama (þ.e. með því að leita að mynd af honum á googlinu) þá komst ég að því að ekki bara er Obama hættulega tengdur bókstafstrúarmúslimum heldur er hann líka Antikristur

Many people were impressed last week by the speech made by Barack Obama who is running for Senate in IL. The good folks at The Christian Forums know exactly how Obama has been able to rise from obscurity so quickly. How? Well he is the Antichrist of course.

  • People can think what they want about me, I could really give a hoot. People think that the AC is coming out of the mid-east. My personal belief is that the AC is going to rise right out of the UN, and with this guys popularity, charisma, and how he is climbing the ranks in government real fast!!!, He may be in the UN next.
  • When I first heard of Barak, a few days ago, the first thing I heard is that he is a guy who came out of nowhere and now many flock to his side. When my wife and I heard this, we both thought the same thing, the anti-christ. Now I am not claiming him to be, just something that triggered that thought in both of us.
  • My sister and I both feel something "spooky" about this guy, but can't quite figure out what it is. It is odd that strangers come up to him on the street. Why would they do that, unless they were drawn to him.
  • I don't think we should directly label Obama as AC, but it is very interresting. While I was watching him, the VERY FIRST thought that came to my mind was asking the Lord if I was looking at the AC. I don't have a big opinion either way, but man, that was pretty scary.

(http://www.cynical-c.com/archives/2004_08.html)

 

Og ég sem hélt að AntiKristur væri orðinn forseti Bandaríkjanna.

 


mbl.is Barbra Streisand styrkir þrjá frambjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frambjóðandi í Eurovision

Heiða í Unun

Að þessu sinni horfði ég á undankeppni Eurovisions og hélt mjög ákveðið með einu lagi. Lagið hans Gunna er nefnilega alveg frábært og ekki spillir að Ragnheiður Eiríksdóttir syngur það.

 Ég hef vitað að hún væri frábær söngkona síðan ég keypti kassettuna Nammsla Tjammsla árið 1993. Hún var frumraun Keflvísku hljómsveitarinnar Texas Jesus og er örugglega algjörlega ófáanleg núna. Mitt eintak er ekki til sölu.

Heiða var reyndar ekki meðlimur í hljómsveitinni en var hins vegar kærasta Sigga Pálma, sem var söngvarinn. Mér sýnist að hennar sé ekki einu sinni getið á umslaginu sem flytjanda. Eigi að síður syngur hún eitt besta lag kassettunnar: Picking Flowers. Yndislega skemmtilegt dægurlag sem mér fannst alltaf vera undir áhrifum frá Spilverki þjóðanna. Það syngur hún með þeirri barnslega skemmtilegu rödd sem seinna varð vörumerki hennar. Hún kom líka fram sem trúbador. Mig minnir að "Heiða trúbador" hafi einmitt verið yfirskrift viðtals sem ég tók einhvern tíma við hana fyrir Veru sálugu.

 Svo tók hún auðvitað þátt í að gera hina frábæru barnapötu Gunnars Lárusar: Abbababb og syngur þar nokkur lög.

En Heiða er ekki bara söngkona, útvarpskona og tónlistarkona. Hún er líka pólítíkus. Ekki nóg með það heldur skipar hún þriðja sætið á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæma. Þar er hún auðvitað fulltrúi Suðurnesjamanna enda Keflvíkingur eins og fleiri góðir músíkantar. Ef marka má skoðanakannanir þá getur Heiða gert sér vonir um varaþingmannssæti. 

Ef lag dr. Gunna; "Ég og heilinn minn" vinnur þá mun frambjóðandinn og söngkonan Heiða því hafa nóg að geraí vor enda er sjálf Evróvision sama kvöld og kosningarnar í vor ef ég man rétt. Hins vegar er spurning hvort fulltrúar annarra flokka en VG munu þá kvarta yfir þeirri ókeypis auglýsingu sem Heiða og framboð hennar mun þá fá í sjónvarpi allra landsmanna.   


mbl.is Undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóttir mín Daninn

Stundum er fólk að velta því fyrir sér hvað felist í því að vera Íslendingur. Dóttir mín er með það á hreinu. Hún er nefnilega dönsk. Hún fæddist í Danmörku og þar með er hún, samkvæmt eigin skilgreiningu, dönsk. Aðspurð játar hún stundum að hún sé kannski íslensk líka en þegar kom að því að Danir og Íslendingar ættu að keppa í handbolta þá var það alveg ljóst að hún hélt með Dönum. Reyndar lýsti Gísli pabbi hennar þessu miklu betur:

"Þorbjörg

Í morgun sagði hún Þorbjörg mín (5 ára) "Ég veit alveg hvað gerðist þarna" og svo benti hún á forsíðu Fréttablaðsins frá því í gær.  Hún var ansi stolt enda hefur hún nokkurn áhuga á fréttum en finnst svolítið leiðinlegt að skilja ekki hvað er að gerast jafnvel þó hún hlusti og hafi sig alla við (rétt að hafa það í huga við kennslu því stundum heyrum við eða skiljum ekkert þó við séum að hlusta).  Ég var hins vegar ekki búinn að heyra íróníska tóninn í röddinni og spurði glaður hvað hefði gerst.  Hún svaraði um hæl: "Danmörk vann Ísland" og svo skellihló hún.  Déskoti klár.

Hún var nefnilega svolítið sár yfir því að ég skildi halda með Íslandi þar sem hún dönsk að eigin sögn, enda fæddist hún í Danmörku.  Við ræðum svolítið um þjóðerni tja og allan heimin og mér finnst hún hafa rökréttari og fallegri sýn á Ísland, umheiminn og manneskjur heldur en nýji þjóðernisflokkurinn (sem Margrét var að segja sig úr) sem virðist ætla að gera út á rasískan undirtón. "

Þorbjörg þekkir líka krakka alls staðar að úr heiminum. Þegar við bjuggum í Roskilde þá var einn besti vinur hennar á leikskólanum hann Jakob sem á tyrkneskan pabba og danska mömmu. Svo voru mjög skemmtilegir krakkar þarna frá Afghanistan en pabbi þeirra var síðast þegar ég vissi að sækja um að komast í doktorsnám í verkfræði. Svo var það líka hún Xiu Gai, kínverskur doktornemi í deildinni minni úti. Henni fannst mjög gaman að leika sér við Þorbjörgu enda var hún ekki mjög vön börnum heiman frá sér.  Stóra systir hennar Þorbjargar, hún Nína, eignaðist líka vini alls staðar að úr heiminum og var stundum eins konar tengiliður milli Dananna og hinna. Dönsku krakkarnir sögðu mér að Nína væri ekki "indvandrer" enda er hún bæði ljóshærð og bláeygð og heitir þar að auki - að hluta til, nafni sem fer vel í dönskum munnum. Hún velti þessum skilgreiningur hins vegar ekki mikið fyrir sér og eignaðist vini bæði af tyrkneskum og líbönskum uppruna, auk þeirra perudönsku.  

 Hér á Íslandi á Þorbjörg vini frá ýmsum heimshornum. Á Lindarborg ( www.lindarborg.is ) þar sem hún er í leikskóla hefur verið sett upp kort af heiminum. Í kringum það eru fánar frá ýmsum löndum, líklega milli 15 og 20 fánar. Þetta eru fánar sem tákna löndin sem börnin koma frá enda eru börn frá a.m.k. fjórum heimsálfum á deildinni hennar Þorbjargar. Hún hefur, eins og foreldrarnir, gaman að því að fræða og kenna öðrum og liggur því ekki á liði sínu við að leiðrétta íslenskuna hjá þeim sem henni finnst ekki hafa náð alveg nógu góðum tökum á málinu. Leikskólinn er með virka fjölmenningarstefnu og starfsfólkið er meðvitað um að það skiptir máli fyrir öll börn að hafa góð tök á bæði á íslensku og á sínu eigin móðurmáli. Ég verð þó að játa að hinni dönsku dóttur minni hefur farið svolítið aftur í dönskunni frá því við fluttum heim fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 

  Hins vegar verð ég stundum svolítið áhyggjufull. Ekki um börnin sjálf. Heldur um fullorðna fólkið og hvernig það leyfir óttanum og fordómunum stundum að ná tökum á sér. Fordómum sem geta haft áhrif, líka á lítil börn sem annars eru fullkomlega fordómalaus. Ef barn heyrir foreldra sína tala illa um og gera lítið úr fólki af öðrum þjóðernum þá hefur það áhrif á börnin. Alveg eins og tal stjórnmálaforingja um smitsjúkdóma, glæpi og flóðbylgju í tengslum við innflytjendur hefur líka áhrif.

Um slík áhrif skrifaði Guðfríður Lilja bloggvinkona mína alveg frábæra grein sem birtist í Morgunblaðinu 17. nóvember síðastliðinn. Greinin heitir: "Hættu að tala!". Því miður er tengillinn sem var á greinina af bloggíðu Guðfríðar Lilju (http://vglilja.blog.is/blog/vglilja/entry/58392/), ekki lengur virkur en væntanlega geta þeir sem hafa aðgang að gagnasafni Moggans náð í greinina af netinu. Í henni lýsir hún hvernig meiðandi umræða hefur áhrif, brýtur niður og eitrar út frá sér. Ég vona og bið að umræðutónninn hér á landi fari aldrei niður á það plan sem hann er á í Danmörku þar sem lengi virðist hafa þótt í lagi að segja nánast hvað sem er um innflytjendur, ekki síst ef þeir eru múslimar. Þar nýtur minnihlutastjórninnar hægri flokkanna stuðnings Dansk folkeparti sem þannig ver hana falli. Þetta er algengt fyrirkomulag í Danmörku en með þessu móti hefur þessu sannkallaði rasistaflokkur náð ótrúlegum áhrifum m.a. og ekki síst á innflytjendalöggjöfina. Áhrif sem hafa náð alla leið til Íslands því danska löggjöfin er að nokkru leyti fyrirmynd hinnar íslensku t.d. er varðar aldur þeirra sem geta fengið landvistarleyfi vegna hjónabands og fleira slíkt. Það er því dálítið grátbroslegt þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist ekki vilja starfa með flokkum sem gera út á útlendingahatur. Það voru nefnilega þeir sem innleiddu það í íslenska löggjöf.

(ps. mér gengur eitthvað illa að ná tökum á að tengja inn á aðrar heimasíður og þætti vænt um ef einhver gæti leiðbeint mér um það)

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband