Frambjóðandi í Eurovision

Heiða í Unun

Að þessu sinni horfði ég á undankeppni Eurovisions og hélt mjög ákveðið með einu lagi. Lagið hans Gunna er nefnilega alveg frábært og ekki spillir að Ragnheiður Eiríksdóttir syngur það.

 Ég hef vitað að hún væri frábær söngkona síðan ég keypti kassettuna Nammsla Tjammsla árið 1993. Hún var frumraun Keflvísku hljómsveitarinnar Texas Jesus og er örugglega algjörlega ófáanleg núna. Mitt eintak er ekki til sölu.

Heiða var reyndar ekki meðlimur í hljómsveitinni en var hins vegar kærasta Sigga Pálma, sem var söngvarinn. Mér sýnist að hennar sé ekki einu sinni getið á umslaginu sem flytjanda. Eigi að síður syngur hún eitt besta lag kassettunnar: Picking Flowers. Yndislega skemmtilegt dægurlag sem mér fannst alltaf vera undir áhrifum frá Spilverki þjóðanna. Það syngur hún með þeirri barnslega skemmtilegu rödd sem seinna varð vörumerki hennar. Hún kom líka fram sem trúbador. Mig minnir að "Heiða trúbador" hafi einmitt verið yfirskrift viðtals sem ég tók einhvern tíma við hana fyrir Veru sálugu.

 Svo tók hún auðvitað þátt í að gera hina frábæru barnapötu Gunnars Lárusar: Abbababb og syngur þar nokkur lög.

En Heiða er ekki bara söngkona, útvarpskona og tónlistarkona. Hún er líka pólítíkus. Ekki nóg með það heldur skipar hún þriðja sætið á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæma. Þar er hún auðvitað fulltrúi Suðurnesjamanna enda Keflvíkingur eins og fleiri góðir músíkantar. Ef marka má skoðanakannanir þá getur Heiða gert sér vonir um varaþingmannssæti. 

Ef lag dr. Gunna; "Ég og heilinn minn" vinnur þá mun frambjóðandinn og söngkonan Heiða því hafa nóg að geraí vor enda er sjálf Evróvision sama kvöld og kosningarnar í vor ef ég man rétt. Hins vegar er spurning hvort fulltrúar annarra flokka en VG munu þá kvarta yfir þeirri ókeypis auglýsingu sem Heiða og framboð hennar mun þá fá í sjónvarpi allra landsmanna.   


mbl.is Undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér í kvöld minnug þess að fyrsti maður á lista S listans í Kópavogi s.l. vor Guðríður Arnardóttir varð að láta af störfum í veðurfréttum Stöðvar 2 vegna pólitískrar þátttöku .  Hvað ef Heiða vinnur forkeppnina????

helgajons (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Nákvæmlega. Og það er auðvitað sjarmi og hæfileikar Heiðu, ásamt með frábæru lagi, sem gera þetta svona skemmtilegt. Ég sé ekki alveg fyrir mér hvaða söngkona önnur gæti gert þetta svona vel.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 3.2.2007 kl. 23:34

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Heiða mun þurfa að hætta sem starfskona rúv á meðan á kosningabaráttunni stendur, þeas útvarpsþátturinn fer í salt. Finnst ekkert að því að hún keppi í evróvision. Ég er reyndar ekki ein af þeim sem hafa gaman af þessu fyrirbæri og finnst eiginlega absúrd að sjá gamla pönkara taka diskólag í þessari keppni, en ég píndi mig til að horfa á lagið með henni í gær, því hún er bara svo skemmtilegur flytjandi og held að hún kæmist langt fyrir okkar hönd á sínum einlæga sjarma og skemmtilegu útgeislun.

Birgitta Jónsdóttir, 4.2.2007 kl. 07:07

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég vona að Heiða komist all leið og verði okkar fulltrúi í Finnlandi þann 12. maí og verði einnig okkar fulltrúi á þingi eftir þann 12. maí. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 4.2.2007 kl. 11:15

5 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Heiða mun örugglega standa sig vel í hvorutveggja - er að vísu ekki í alveg réttum flokki, svona fyrir minn smekk, en þeim næstbesta

Það er bara þetta með frambjóðendur og sjónvarpið, það hefur ekki þótt rétt að fólk sem er í framboði hafi mjög greiðan aðgangað sjónvarpinu í gegnum annað en þá sína pólítík. Gísli Marteinn hætti með þáttinn sinn, hélt að vísu áfram að kynna Eurovision ef ég man rétt og Guðríður Arnardóttir þurfti að hætta í veðurfréttunum eins og Helga bendir á hér að ofan. Fulltrúi Íslands í Eurovision er yfirleitt mikið í sviðsljósinu og það hjálpar frambjóðandanum, ekki satt. Þetta er allavega eitthvað sem stjórnendur sjónvarpsins gætu þurft að taka á.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 4.2.2007 kl. 12:06

6 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Sammála um frábært framlag Heiðu í Unun.  Það er hrein unun að heyra hana og sjá.  En sem pólitíkus... æ, æ, það kann að vísu að verða henni til bjargar að vera fjarverandi og þurfa ekki að tjá sig um pólitík meðan hún er stödd í Helsinki.

kv

Sigurður

Sigurður Ásbjörnsson, 4.2.2007 kl. 23:45

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Heiða stóð sig vel en ég held samt með Trausta snillingi. Hún hefði þurft að fá betra lag.

Svala Jónsdóttir, 4.2.2007 kl. 23:49

8 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

En Svala! Heiða var miklu betri.

Varðandi pólítíkina hennar Heiðu, ja þá er hún eiginlega í vitlausum flokk. Hef ekki rætt pólítík við hana nýlega þannig að ég veit ekki, hún mun þó örugglega ekkert standa sig síður heldur en margir þeir karlar sem nú eru á þingi. Hins vegar minnir mig að hún, eins og fleira gott fólk hafi spilað fyrir Reykjavíkurlistann vorið 1994 - nema það hafi bara verið vinir hennar úr Texas Jesús og Kolrössu.

Reyndar spilaði ágætis hljómsveit sem þá hét Victory Rose líka fyrir Reykjavíkurlistann þetta sigurvor. Seinna skipti sú hljómsveit um nafn og heitir núna Sigur Rós... 

Ingibjörg Stefánsdóttir, 5.2.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband