Gott hjá Jóhönnu !

Nú er bara að vona að þetta gangi vel og greiðlega fyrir sig og að þegar greining er komin verði næg úrræði fyrir börnin. Þarna eru að sjást þess skýr  merki að Samfylkingin er komin í stjórn. Ég hef líka heyrt að starfsfólk félagsmálaráðuneytisins hafi varla getað litið upp síðan Jóhanna tók við ráðuneytinu. Þar var allt sett á fullt frá fyrsta degi.

Lagabreytingin um að sjötugir og eldri gætu unnið eins og þá lysti án þess að það skerti greiðslur frá almannatryggingum var hins vegar beint upp úr stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og bjánaleg eftir því. Ég get a.m.k. ekki séð að þessar breytingar hjálpi mikið Eflingarkonunum og körlunum sem ég hef verið að kenna á starfslokanámskeiðum. Oft eru þau orðin gersamlega útslitin eftir að hafa unnið erfiðisvinnu meira og minna frá unglingsaldri. Það hjálpar þeim ekkert að mega vinna eftir 70 ára aldur án þess að þær tekjur skerði. Það væri frekar að hækka tekjutryggingu (sem kemur þeim best sem minnst hafa) og minnka skerðingar vegna lífeyrisstjóðstekna. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga í þveröfuga átt, þær hjálpa þeim sem vel standa en síður hinum.

Nú er bara að bíða eftir því að Jóhanna láti til sín taka í málefnum eldri borgara og öryrkja. Lögin um afnám tekjuteningar eftir sjötugt eru alltof lituð af hugmyndum sjálfstæðismanna.


mbl.is Teymi stofnuð til að vinna á biðlistum eftir greiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband