16.2.2007 | 15:02
"Fancy a Dirty Weekend?"
Gaman að sjá að auglýsingaherð Icelandair sé nú loksins að bera árangur. Það er ekki seinna vænna enda nokkur ár síðan flugfélagið gerði sitt besta til þess að markaðssetja íslenskar konur sem auðvelda bráð fyrir karla út um allan heim. Nú eru þetta engir amatörar sem hafa svarað kalli flugfélagsins heldur atvinnumenn í bransanum -klámbransanum sem veltir milljörðum og er nátengdur bæði vændi og mansali.
![]() |
Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.2.2007 | 00:05
Já, hvernig væri að lengja fæðingarorlofið?
Suður-Evrópubúum fjölgar ekki lengur. Konurnar vilja ekki eiga börn. Samfélagið gerir nefnilega ekki ráð fyrir því að hægt sé að samrýma vinnu og atvinnulíf og karlarnir taka ekki nógu mikið þátt. Konurnar hafa því um tvennt að velja, eiga börn og verða heimavinnandi næstu árin - eða að sleppa því. Enn virðast ráðamenn fæstra þessara landa hafa hugmyndaflug til þess að átta sig sig á því að til þess að konurnar vilji eiga börn þá þarf lengra fæðingarorlof, barnabætur, leikskóla og svo auðvitað meiri þátttöku karlanna.
Á Kýpur virðist vera að kvikna smátýra. Það á að lengja fæðingarorlofið í 18 vikur. Hvað foreldrarnir eiga að gera eftir það fylgir ekki sögunni. Hér erum við í vandræðum þar sem illa gengur að fá pössun eftir níu mánaða fæðingarorlof. Kannski það fáist fram lenging fæðingarorlofsins eftir kosningar. Það er ef við höfum við á að gefa núverandi ríkisstjórnarflokkum frí. Það þarf nefnilega líka að hugsa um fjölgun íslensku þjóðarinnar.
![]() |
Til greina kemur að umbuna Kýpurbúum sem eignast sitt þriðja barn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)