Kardinálarnir og smokkabrennurnar

Alltaf jafn mikil hræsnin í kaþólsku kirkjunni. Berjast gegn notkun getnaðarvarna, líka til þess að verjast kynsjúkdómum eins og eyðni, fordæma getnaðarvarnir og beita sér gegn öllum réttindum homma og lesbía. Með baráttu sinni gegn notkun smokka er kaþólska kirkjan ábyrg fyrir dauða milljóna. Prestar og kardinálar innan kirkjunnar hafa reynst sekir um kynferðislega misnotkun gegn börnum. Vatikanið hefur lítið gert úr því og jafnvel veitt brotamönnum skjól. Svo þykjast þeir geta leyft sér að fordæma konur sem neyðast til þess að láta eyða fóstri. Karlaveldið hefur talað.

 

Ja svei.


mbl.is Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Gísli Marteinn sem var orðinn svo umhverfisvænn...

Þessar fregnir sýna enn og aftur hversu lítið er að treysta á sjálfstæðismenn í samgöngu- og umhverfismálum. Þeir fækkuðu ferðum stofnleiða um helming þegar þeir tóku við á síðasta ári og nú á enn að skera niður.

Ég hlustaði á Gísla Martein í laugardagsþættinum á Rás1 á laugardaginn og þá hljómaði hann svo ægilega vistvænn og skilningsríkur á mikilvægi almenningssamgangna og þess að bílum héldi ekki áfram að fjölga. Nú er annað hljóð í strokkinum og tíu skrefin greinilega bara til að sýnast. Nú verður gengið afturábak og öll fögru orðin að engu hafandi.

 

Annars er þetta náttúrulega skiljanlegt. Villi greyið þarf auðvitað að spara fyrir lóðakaupunum í miðbænum. Svo er eins og mig minni að hann hafi verið að gefa Háspennu rándýra lóð í Vesturbænum í staðinn fyrir spilasalinn sem hann rak úr Mjóddinni.


mbl.is Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í þessu samfélagi viðgangast dauðarefsingar

Hugsið ykkur ef glæpurinn sem hann var dæmdur fyrir hefði verið talinn nógu alvarlegur til þess að verðskulda dauðarefsingu.

Hugsið ykkur ef þessi maður hefði verið dæmdur til dauða. Hefði verið tekinn af lífi áður en í ljós kom að hann var saklaus.

Það hefur gerst í Bandaríkjunum. Menn eru teknir af lífi saklausir. Og auðvitað eru það fyrst og fremst þeir svörtu, þeir fátæku og þeir minnst menntuðu sem eru dæmdir til dauða. Þeir hafa nefnilega oft ekki efni á og möguleika á að fá sér góða verjendur. Ríkir menn eru aldrei dæmdir til dauða í Bandaríkjunum. Þeir fá sér bara góða verjendur og sleppa með litlar refsingur. Það er fólkið úr fátækrahverfunum sem fyllir fangelsin og dauðagangana í Guðs eigin landi.

Þetta er lýðræðið sem Bush, Bandaríkjameistari í dauðarefsingum, vildi flytja út til Írak. Nei, svona lýðræði er ekki til útflutnings. Á því þarf uppskurð og gagngera breytingu.


mbl.is Saklaus á bak við lás og slá í aldarfjórðung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama hvaðan kvenfyrirlitningin kemur

ljóskan

Það er gaman að því hvað ýmsir hægrimenn virðast vera orðnir viðkvæmir fyrir karlrembu. Þannig ryðst nú hver sjálfstæðismaðurinn á fætur öðrum fram á ritvöllinn til þess að lýsa yfir andstyggð sinni á orðum Jóns Baldvins í Silfrinu um "ljóskuna í menntamálaráðuneytinu".

Þetta sýnir auðvitað hvað umræðan hefur þróast og hversu mikil áhrif feministar hafa haft. Nú leyfist ekki lengur að tala hvernig sem er um konur. Hvað þá konur í valdastöðum.  

Kannski er þó ekki alveg sama hver konan er og þá heldur ekki hver talar.

Auðvitað voru þessi ummæla sendiherrans fyrrverandi algjörlega óþolandi karlremba og sjálfsagt að gagnrýna þau.  

Hins vegar man ég ekki eftir að þeir sem mest gagnrýna Jón Baldvin núna hafi haft nokkuð að athuga við ummæli Geirs Haarde um sætustu stelpuna á ballinu. Ekki gagnrýndu þeir heldur orð hans um þær konur sem urðu þungaðar eftir starfsmenn á Byrginu eftir að hafa verið þar í fíkniefnameðferð. Þá benti Geir á að þær hefðu nú orðið óléttar hvort sem var!

Byrgiskonurnar eru auðvitað ekki í neinni valdastöðu. Þær eru þvert á móti á botni samfélagsins. Það er kannski þess vegna sem hæstvirtum forsætisráðherra fannst allt í lagi að sparka í þær og gera lítið úr þeirri kynferðislegu misnotkun sem þær urðu fyrir.

Ég bara spyr.


Bloggfærslur 24. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband