Ekki sama hvaðan kvenfyrirlitningin kemur

ljóskan

Það er gaman að því hvað ýmsir hægrimenn virðast vera orðnir viðkvæmir fyrir karlrembu. Þannig ryðst nú hver sjálfstæðismaðurinn á fætur öðrum fram á ritvöllinn til þess að lýsa yfir andstyggð sinni á orðum Jóns Baldvins í Silfrinu um "ljóskuna í menntamálaráðuneytinu".

Þetta sýnir auðvitað hvað umræðan hefur þróast og hversu mikil áhrif feministar hafa haft. Nú leyfist ekki lengur að tala hvernig sem er um konur. Hvað þá konur í valdastöðum.  

Kannski er þó ekki alveg sama hver konan er og þá heldur ekki hver talar.

Auðvitað voru þessi ummæla sendiherrans fyrrverandi algjörlega óþolandi karlremba og sjálfsagt að gagnrýna þau.  

Hins vegar man ég ekki eftir að þeir sem mest gagnrýna Jón Baldvin núna hafi haft nokkuð að athuga við ummæli Geirs Haarde um sætustu stelpuna á ballinu. Ekki gagnrýndu þeir heldur orð hans um þær konur sem urðu þungaðar eftir starfsmenn á Byrginu eftir að hafa verið þar í fíkniefnameðferð. Þá benti Geir á að þær hefðu nú orðið óléttar hvort sem var!

Byrgiskonurnar eru auðvitað ekki í neinni valdastöðu. Þær eru þvert á móti á botni samfélagsins. Það er kannski þess vegna sem hæstvirtum forsætisráðherra fannst allt í lagi að sparka í þær og gera lítið úr þeirri kynferðislegu misnotkun sem þær urðu fyrir.

Ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar stórt er spurt...... ætli þú hafir ekki hitt naglann á höfuðið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband