25.4.2007 | 20:16
Stjórnarandstaðan með góðan meirihluta
Sjálfstæðisflokkur tapar, Framsóknarflokkur tapar og fær engan mann en VG bætir við sig manni og Samfylking heldur þeim mönnum sem hún hefur í kjördæminu.
Það áhugaverða í þessu er að samkvæmt þessum niðurstöðum væri stjórnin skítfallin. VG og Samfylking eru með 5 menn samtals og 49,8% atkvæða en Sjálfstæðisflokkurinn er með 32,6% atkvæða og fjóra menn. Aðrir flokkar fá ekki menn samkvæmt þessarri könnun en eftir er að úthluta jöfnunarmönnum.
Líst vel á þessu hlutföll milli stjórnar og stjórnarandstöðu og finnst Reykjavík suður að þessu leyti góð fyrirmynd fyrir önnur kjördæmi ;)
![]() |
VG bætir við sig í Reykjavík suður samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007 | 16:21
Hvert fara mennirnir?
Fór inn á www.ruv.is til að lesa mér nánar til um könnunina. Þar kemur í ljós að Framsókn hrynur beinlínis í fylgi fer úr 335 í 18% og missir tvo menn samkvæmt töflunni hér fyrir neðan sem er tekin af ruv-vefnum.
| Kosn. 2003 | 25. | ||
| % | menn | % | menn |
B-listi | 33 | 4 | 18 | 2 |
D-listi | 24 | 2 | 31 | 2 |
F-listi | 6 | 0 | 6 | 0 |
I-listi | - | - | 1 | 0 |
S-listi | 23 | 2 | 22 | 2 |
V-listi | 14 | 2(1) | 22 | 2 |
Það skrítna er að ekkert kemur fram um að hvert þessir tveir þingmenn sem Framsókn missir fara. |
|
|
|
|
![]() |
Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2007 | 11:54
Foreldrarnir á kafi í vinnu og enginn tími fyrir börnin
Þetta sýndi nýleg skýrsla OECD um líðan barna í ýmsum löndum. Þar kom fram að óvenju hátt hlutfall íslenskra barna og unglinga segist sjaldan eða aldrei verja tíma með foreldrum sínum.
Ég vil meina að börn sem foreldrarnir hafa lítinn tíma fyrir séu líklegri til þess að verða einmana og einangruð. Þau byggja síður upp sjálfsstraust sitt og því líður þeim verr.
Við verðum að sinna börnunum okkar betur. Nota meiri tíma og já, líka setja meiri peninga í mál sem gagnast börnum og barnafjölskyldum. Hér getur það skipt mál að afnema óréttlát gjöld, t.d. stimpilgjöld sem bæta enn á skuldabyrði ungra fjölskyldna sem eru að reyna að koma yfir sig þaki.
Ekki síður skiptir máli að sinna börnum með geðræn vandamál og að tekið sé á vandanum nógu snemma. Þar þarf bæði að sinna börnunum með hegðunarerfiðleikana. Þeim sem hrópa á hjálp, en líka hinum, þessum sem eru "óframfærin, einmana, döpur og vinalaus". Það ber kannski ekki svo mikið á þeim í skólanum. Þau valda ekki vandræðum í tíma en þeim þarf að sinna engu síður en hinum.
![]() |
Einmana börn auðveld bráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)