Foreldrarnir á kafi í vinnu og enginn tími fyrir börnin

Þetta sýndi nýleg skýrsla OECD um líðan barna í ýmsum löndum. Þar kom fram að óvenju hátt hlutfall íslenskra barna og unglinga segist sjaldan eða aldrei verja tíma með foreldrum sínum.

Ég vil meina að börn sem foreldrarnir hafa lítinn tíma fyrir séu líklegri til þess að verða einmana og einangruð. Þau byggja síður upp sjálfsstraust sitt og því líður þeim verr.

Við verðum að sinna börnunum okkar betur. Nota meiri tíma og já, líka setja meiri peninga í mál sem gagnast börnum og barnafjölskyldum. Hér getur það skipt mál að afnema óréttlát gjöld, t.d. stimpilgjöld sem bæta enn á skuldabyrði ungra fjölskyldna sem eru að reyna að koma yfir sig þaki.

Ekki síður skiptir máli að sinna börnum með geðræn vandamál og að tekið sé á vandanum nógu snemma. Þar þarf bæði að sinna börnunum með hegðunarerfiðleikana. Þeim sem hrópa á hjálp, en líka hinum, þessum sem eru "óframfærin, einmana, döpur og vinalaus". Það ber kannski ekki svo mikið á þeim í skólanum. Þau valda ekki vandræðum í tíma en þeim þarf að sinna engu síður en hinum. 


mbl.is Einmana börn auðveld bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er mikið rétt að hér á Íslandi  eyðir stór fjöldi foreldra alltof litlum tíma með börnum sínum sem leiðir oftar en ekki að börn eru löngum stundum ein heima eða eru heima hjá vinum, en eru einnig "keypt" með tískuvörum, leikföngum, tölvum og allskyns veraldlegum hlutum til að friða samviskubit foreldranna. Vinnudagurinn er alltof langur sem og vinnuvikan. Gríðaleg aukning hefur orðið á vinnuskyldu um helgar og rauða daga. Þjóðfélagið er orðið svo "amerískt" að það telur sig eiga rétt á að versla allan sólarhringinn, alla daga ársins hvenær sem er og hvar sem er. Þenslan er svo mikil að byggingarverkamenn vinna hörðum höndum nánast alla daga ársins. Getur þetta talist eðlileg þróun? Hvernig fara Norðmenn að ? Í Bergen eru engir stórmarkaðir opnir, hvorki dagvöruverslanir né aðrar sérverslanir á sunnudögum, helst Seven-eleven sjoppur , hvað þá rauðum dögum og una allir sáttir við sitt. Þeir eru miklir útivistarmenn og eyða miklum tíma með fjölskyldunni. Er alveg bráðnauðsynlegt að halda úti verslunum, þjónustu og öðrum störfum alla helga daga?  Rölt um helgar um Smáralindina og Kringluna er orðin helsta afþreyging margra fjölskyldna. Er það uppbyggjandi umhverfi fyrir börnin? Á opnum leiksvæðum borgarinnar sjást varla orðið börn að leik.  Í Seljahverfinu á stórum leiksvæðum við lóðir raðhúsa og fjölbýlishúsa sem áður voru full af börnum í leik og starfi fyrir nokkrum árum standa í dag nánast tóm. Hvar eru börnin? Eru þau hætt að leika sér?  Af hverju sjást ekki foreldrar lengur með börnunum í fótbolta, körfubolta eins og áður var? Þessu verður ekki svarað hér og þurfum  við ekki að enduskoða hið daglega líf okkar og forgangsraða hlutunum upp á nýtt?

Sigurlaug B. Gröndal, 25.4.2007 kl. 12:59

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Sammála öllu sem þú segir hérna. Við þurfum að fara að endurskoða eitthvað okkar forgangsröð.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 25.4.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Elías Theódórsson

Það er sorglegt að foreldrum skuli ekki vera gefin raunverulegur valkostur varðandi umönnun og uppeldin barna sinna. Aðeins þeir fjársterku geta leyft sér þann lúxus að ala upp sín börn. Það er löngu úrelt að skylda börnin til að mæta í uppeldisstofnanir. Því miður hefur sú skylda lengst um 2 ár á síðustu árum. Með ríkulegum heimgreiðslum yrði vinna við uppeldi loks viðurkennd.

Elías Theódórsson, 26.4.2007 kl. 09:49

4 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Held ekki að vandinn sé að börnin séu á leikskóla heldur hitt að þau séu stundum mjög lengi á leikskóla og að þegar börnin verði eldri hafi foreldrar oft lítið þrek og lítinn tíma til þess að sinna þeim og ræða við þau. Þetta á ekkert síður við um eldri börn og unglinga og er auðvitað mjög mikilvægt þá.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 26.4.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Elías Theódórsson

Það þarf ekki að setja þetta upp heimaalin vs leiksskóli. Valfrelsið!. Í dag er ekki auðvelt að fá hálfsdags vistun á leiksskóla. Börn eru svo ólík sum kunna vel við sig á uppeldisstofnun en önnur þrá meiri samvistir við foreldra sína.

Elías Theódórsson, 26.4.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband