30.4.2007 | 16:44
Jónína og útlendingalögin
Einn vinkill hefur gleymst í allri umræðunni um tengdadóttur Jónínu og ríkisborgararéttinn. Sá vinkill snýr að því hvers vegna lá svona mikið á að stúlkan fengi ríkisborgararétt. Af hverju þurfti hún að sækja um ríkisborgararétt eftir aðeins 15 mánuði?
Án þess að ég sé sérfræðingur í reglum um dvalarleyfi dettur mér í hug ein skýring. Getur verið að dvalarleyfi stúlkunnar hafi verið að renna út? Getur verið að hún hafi verið að missa dvalarleyfið og það ekki fengist framlengt þrátt fyrir að hún ætti íslenskan kærasta?
Nú er það þannig að útlendingar sem eru í sambúð með Íslendingi eldri en 24urra ára geta fengið dvalarleyfi vegna íslensks maka síns. Getur verið að kærastinn, sonur Jónínu, sé ekki orðinn tuttuga og fjögurra ára og að þess vegna hafi hún ekki getað fengið dvalarleyfi? Þannig hafi óréttlátt og ómannúðleg lög sem Jónína tók þátt í að samþykkja og jafnvel semja, verið farin að bitna á fjölskyldu hennar. Skyldi það vera málið? Rétt er að geta þess að Jónína Bjartmarsdóttir átti sæti í allsherjarnefnd sem fór með þetta mál þegar lögin voru til meðferðar. Þau voru mjög umdeild og efndu ungliðahreyfingar stjórnámalaflokkanna m.a. til undirskriftasöfnunar gegn þeim.
Hér sést hvernig þingmenn greiddu atkvæði um þessi lög: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=27734
Útlendingalögin ein og sér eru reyndar fullgild ástæða þess að við þurfum að losna við þessa ríkisstjórn.
Lög um útlendinga
2002 nr. 96 15. maí




Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2007 | 09:22
Fjöruga kynlífið og kynlífsþrælarnir
Einkennilegt að rætt sé um kynlífsþræla í sömu andrá og fjörugt kynlíf. Ég tengi kynlífsþræla fremur við kúgun og viðbjóð. Þarna virðist þrælarnir bara vera partur af fjörinu.
![]() |
Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)