Barack Obama eða Hillary Clinton?

Hillary Clinton       

 

 

Allt lítur út fyrir ákaflega spennandi forval hjá Demókrataflokknum bandaríska. Hillary hefur loksins ákveðið að gefa kost á sér - nokkuð sem beðið hefur verið eftir og búist við lengi. Þó að Hillary Clinton sé mjög þekkt, fólk þekki nafnið hennar og andlit enda konan fyrrverandi forsetafrú, þá er alls ekki víst að hún hljóti útnefningu sem forsetaefni flokks síns. Til þess er hún of umdeild. Það er nefnilega þannig með sterkar og klárar konur að þær eiga það til að fara alveg ofboðslega í taugarnar á ýmsum, bæði körlum og konum. Konur sem sækjast eftir völdum eru í huga þessa fólks valdasjúkar á meðan karlarnar hafa heilbrigðan metnað. Þetta þekkjum við hér heima, hvað varðar stjórnmálakonur sem skara fram úr. Held ég þurfi ekki að nefna nein dæmi, læt það lesendum mínum eftir...

 

Obama2

Svo er líka annar frambjóðandi sem gæti átt möguleika. Það er ef sjarmi, ræðusnilli, hæfileiki til að setja sig í spor annarra og ná til fólks hafa eitthvað að segja. Þetta er frambjóðandinn sem líkt hefur verið við John F. Kennedy, frambjóðandinn sem fólk kemur langt að til að hlusta á og líka frambjóðandinn sem orðið hefur fyrir ómaklegustu árásunum að undanförnum. Hann heitir nefnilega Barack Obama, er svartur á hörund og bjó sem barn að aldri í fjölmennasta múslimaríki heims; Indónesíu. Þar gekk hann í madras sem ku víst bara þýða skóla en flestir Vestur-Evrópubúar tengja nú við gróðrarstíur hins herskáa islam sem gat af sér hryðjuverkamenn og bókstafstrúarmenn sem seint myndu teljast góður félagsskapur fyrir væntanlegan forseta Bandaríkjanna. Það var hins vegar mjög ósanngjarnt að nota þetta gegn Obama sem gekk þarna bara í venjulegan barnaskóla sem á ekkert skylt við pakistönsku skólana. Enn verra var þó þegar sjónvarpsstöð ein misritaði nafn frambjóðandans, viljandi eða óviljandi, og kallaði hann Osama í höfuð á óvini Bandaríkjamanna númer eitt. Svona hefur áhrif, sérstaklega meðal þeirra sem ekki eru neitt allt of vel upplýstir en slíkt fólk er ekki óalgengt í landi hinnu frjálsu...

 

Hvað sem þessu líður og hvernig sem þetta fer þá geta orðið stórtíðindi í bandarískum stjórnmálum í forkosningunum. Þetta gæti orðið fyrsta skipti sem kona er í framboði og jafnvel nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna eða þetta gæti orðið í fyrsta skipti sem svartur maður er í framboði og jafnvel nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Bæði eru snilldarstjórnmálamenn, bæði eru heillandi, hvort á sinn hátt. Kannski við fáum tvöföld stórtíðindi og Obama verði varaforsetaefni Clinton.

 

Við bíðum og sjáum. Á meðan getum við velt því fyrir okkur hvort ekki sé kominn tími á sambærileg stórtíðindi á Íslandi.

VIÐBÓT

Við nánari rannsókn á Barack Obama (þ.e. með því að leita að mynd af honum á googlinu) þá komst ég að því að ekki bara er Obama hættulega tengdur bókstafstrúarmúslimum heldur er hann líka Antikristur

Many people were impressed last week by the speech made by Barack Obama who is running for Senate in IL. The good folks at The Christian Forums know exactly how Obama has been able to rise from obscurity so quickly. How? Well he is the Antichrist of course.

  • People can think what they want about me, I could really give a hoot. People think that the AC is coming out of the mid-east. My personal belief is that the AC is going to rise right out of the UN, and with this guys popularity, charisma, and how he is climbing the ranks in government real fast!!!, He may be in the UN next.
  • When I first heard of Barak, a few days ago, the first thing I heard is that he is a guy who came out of nowhere and now many flock to his side. When my wife and I heard this, we both thought the same thing, the anti-christ. Now I am not claiming him to be, just something that triggered that thought in both of us.
  • My sister and I both feel something "spooky" about this guy, but can't quite figure out what it is. It is odd that strangers come up to him on the street. Why would they do that, unless they were drawn to him.
  • I don't think we should directly label Obama as AC, but it is very interresting. While I was watching him, the VERY FIRST thought that came to my mind was asking the Lord if I was looking at the AC. I don't have a big opinion either way, but man, that was pretty scary.

(http://www.cynical-c.com/archives/2004_08.html)

 

Og ég sem hélt að AntiKristur væri orðinn forseti Bandaríkjanna.

 


mbl.is Barbra Streisand styrkir þrjá frambjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jahhá, best væri að fá þau sem forseta og varaforseta. En grunur minn er að Bandaríkjamenn séu ekki tilbúnir fyrir stefnubreytingu.

Berglind Steinsdóttir, 6.2.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband