Flytur Framsókn flokksþingið?

Á síðunni hans Bjarna Harðarssonar http://www.bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/, hins bráðskemmtilega bóksala sem skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, kemur fram að Framsóknarflokkurinn hefur bókað Hótel Sögu undir þing sitt nú í byrjun mars. Bjarni veltir því upp hvort flokkurinn ætti kannski frekar að funda á Loftleiðum.

 

Það finnst mér góð hugmynd enda vekti það athygli ef sjálfur Bændaflokkurinn sniðgengi Bændahöllina vegna klámfundar. Eini gallinn er sá að slíkt framtak gæti aukið fylgi Framsóknar. Hitt er annað mál hvort Framsókn þorir vill og getur. Það á eftir að koma í ljós...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ekki koma hugmyndum til Framsókn...þót Bjarni skíni þar sem perla, hann er alveg frábær!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband