Klæðning og bæjarstjórinn

Það er kannski ekkert skrítið að Gunnar Birgisson hafi tekið gagnrýni á verktakafyrirtækið Klæðningu illa. Hann var nefnilega framkvæmdastjóri þess fyrirtækis frá 1986 eins og kemur fram á vef Alþingis:

http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=205

Gunnar Birgisson (Gunnar Ingi)

     ------

      Verkfræðingur hjá Norðurverki 1977 og Hönnun hf. 1979-1980. Verkfræðingur og framkvæmdastjóri Gunnars og Guðmundar hf. 1980-1994 og Klæðningar ehf. síðan 1986. Bæjarstjóri Kópavogs síðan 2005.
      

------

Ekki veit ég hvort hann á  hlut í Klæðningu eða hvort hann er ennþá framkvæmdastjóri en samkvæmt þessum upplýsingum af Alþingisvefnum þá var hann ennþá framkvæmdatjórni Klæðningar árið 2005.

 

Spurning hvort hann sé ekki vanhæfur til þess að vera að blanda sér í þetta mál?


mbl.is Tré úr Heiðmörk fundust á lóð verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Neðan við upplýsingarnar um Gunnar Birgisson á Alþingisvefnum stendur: Síðast breytt 31.05.2006.

Hlynur Þór Magnússon, 19.2.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Hann er þá nýhættur sem framkvæmdastjóri Klæðningar. Það er allavega einhver annar maður sem nú er talað við á RÚV og titlaður sem framkvæmdastjóri Klæðningar.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 19.2.2007 kl. 18:30

3 identicon

Gunnar Birgisson hætti fyrir mörgum árum sem framkvæmdarstjóri Klæðningar. Síðan að hann ghætti og dró sig í hlé hafa tveitr gengt starfi framkvæmdarstjóra fyrirtækisins. Nú8verandi framkvæmdarstjóri hefur verið það í að minnsta kosti þrjú ár.

Svo liggur fyrir að Gunnar hefur fyrir mörgum árum selt fyrirtækið Klæðningu. Bara svona nett ábending ef einhver kærir sig um sannleikann í málinu, sem er svo sem ekkert víst.

Margir eru trúir því að sannleikurinn megi ekki eyðileggja góðar samsæriskenningar.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sannleikurinn gerir yður frjálsa sagði góður maður einu sinni....en hér er talað um eitthvað sem ég vissi ekki um....að Gunnar hefði verið framkvæmdastjóri Klæðningar! Vissi það ekki, takk Ingibjörg!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.2.2007 kl. 21:26

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Að allt öðru - Hugum að þessu HÉR í kvöld

Júlíus Garðar Júlíusson, 22.2.2007 kl. 16:06

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvernig klórar Gunnar sig út úr þessu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.2.2007 kl. 21:10

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið fylgist greinilega illa með. Hélt að alþjóð vissi þetta. Hefur a.m.k. ekki verið leyndarmál. Ekki eru menn vanhæfir í pólitík ef þeir hafa verið athafnamenn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2007 kl. 14:58

8 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Tja., spurning hvort menn séu hæfir til að bjóða út og veita verk til verktakafyrirtækja þegar þeirra eigið fyrirtæki er alltaf með í útboðinu? Já, og líka spurning hvort það að svo einkennilega vill til að þetta fyrirtæki sem er svo nátengt bæjarstjóranum fær meirihluta þeirra verka sem það býður í hjá bænum, hafi ekki svolítil áhrif á hæfi viðkomandi stjórnmálamanns og þá um leið það traust sem hægt er að bera til hans.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 1.3.2007 kl. 15:27

9 identicon

Á Klæðning að líða fyrir það að fyrrverandi(og hefur þess vegna engra hagsmuna að gæta) framkvæmdarstjóri fyrirtækisins sé stjórnmálamaður í dag?  Með þeim rökum sem sett eru fram hér að ofan má segja Fréttablaðið megi ekki fjalla um málefni sem varða ríkisstjórnina í ljósi þess að ritstjóri þess hafi eitt sinn verið forsætisráðherra.  Ég efast um að það séu margir sem geta verið sammála þessari fullyrðingu um fréttablaðið....

Stefán (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 22:00

10 identicon

Spurningin snýst ekki um hvort "athafnamaðurinn fyrrverandi" og bæjarstjórinn núverandi hafi einhverntíma, í fyrra lífi, rekið eða átt hlutabréf í umræddu fyrirtæki. Né hvort það sé glæpsamleg breytni hjá stjórnmálamanni að hafa áður fengist við fyrirtækjarekstur.

Heldur snýst spurningin um hvort á bak við eignarhaldsfélagið Klæðningu (með heimilisfang í Lúxemborg) standi bæjarstjórinn og/eða nánir aðstandendur hans. Með slíkum hagsmunatengslum væri bæjarstjórinn augljóslega á hálum ís, því vitað er að Klæðning nýtur þess (af dularfullum ástæðum) að fá flest verkefni sem "boðin eru út" af Kópavogsbæ.

Enn hefur enginn fjölmiðill gengið lengra í "rannsóknablaðamennsku" en Blaðið, sem spurði bæjarstjórann hvort hann ætti Klæðningu. Að sjálfsögðu neitaði hann öllum slíkum tengslum; sagðist hann hafa "selt" fyrirtækið fyrir 4 árum og að hvorki hann né nokkrir ættingjar hans ættu nokkurn eignarhlut í því. Þetta svar virtist vera tekið gott og gilt af Blaðinu og ekki var hirt um að sannreyna orð hans með sjálfstæðri rannsókn, enda þótt hann hafi á undanförnum vikum verið margstaðinn að því að fara afar frjálslega með staðreyndir.

Allt er þetta til marks um vesaldóm og undirlægjuhátt íslenskra fjölmiðlunga, að enginn þeirra skuli nenna ekki að finna út hverjir eru eigendur Klæðningar og birta nöfn þeirra.

Sjá frekari umfjöllun um sama efni "hér", "hér", "hér", "hér" og "hér"

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband