Það má sekta umhverfissóðana - Reglugerð 788/1999

Smá grúsk  leiddi í ljós reglugerðina sem birtist hér að neðan (allar reglugerðir má finna á www.reglugerd.is) og þessa undir reglugerðum frá Umhverfisráðuneytinu. Nafn reglugerðarinnar bendir til þess að hún sé þýdd og því líklega enn einn ávöxtur Evrópusamstarfsins ágæta ;) Reglugerðin heitir sem sagt því hljómfagra nafni: REGLUGERÐ um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna. Í henni kemur skýrt fram að það sé bannað að skilja ökutæki eftir í gangi. Ekki bara það heldur megi sekta fyrir brot. Nú er því spennandi að heyra um hversu mörg dæmi fólk þekkir um að þessu ákvæði hafi verið beitt.

 788/1999

 REGLUGERÐ

um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna. I. KAFLIMarkmið, gildissvið o.fl. Markmið.1. gr.1.1 Markmið reglugerðar þessarar er að draga úr loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna, einkum af völdum vélknúinna ökutækja.  Gildissvið.2. gr. 2.1 Reglugerð þessi gildir um losunarmörk fyrir mengunarefni í útblásturslofti bifreiða og prófanir á þeim m.t.t. mengunarefna.  Reglugerðin gildir um viðkomandi atvinnurekstur hér á landi og í mengunarlögsögunni eins og við getur átt. Reglugerðin gildir um athafnir einstaklinga eins og við getur átt.  Reglugerðin gildir ekki um flugvélar og skip.2.2 Um loftmengun á vinnustöðum gilda ákvæði laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.  --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- III. KAFLIVarnir gegn loftmengun.Meginreglur. 5. gr. 5.1 Halda skal loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti.  Vélknúin ökutæki. 6. gr. 6.1 Eigendur eða umráðamenn vélknúinna ökutækja skulu sjá til þess að vélbúnaði sé haldið við og hann stilltur á þann hátt að ekki valdi óþarfa reyk- eða sótmyndun. 6.2 Óheimilt er að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin. Jafnframt er óheimilt að láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstaklega standi á. Regla þessi á ekki við um ökutæki lögreglu, slökkviliðs o.þ.h. 6.3 Viðkomandi heilbrigðisnefnd getur krafist þess að eigandi eða umráðamaður vélknúinna ökutækja færi bifreið sína til bifreiðaskoðunar og sýni fram á að magn mengunarefna séu innan losunarmarka samkvæmt reglum þar að lútandi.

 -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

IV. KAFLIAðgangur að upplýsingum, þvingunarúrræði, viðurlög o.fl.Aðgangur að upplýsingum.10. gr.10.1 Um aðgang að upplýsingum fer samkvæmt lögum um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál nr. 21/1993, upplýsingalögum nr. 50/1996 og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Þagnarskylda eftirlitsaðila.11. gr.11.1 Eftirlitsaðilar og aðrir sem starfa samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.11.2 Upplýsingar og tilkynningar eftirlitsaðila til fjölmiðla skulu vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu. Valdsvið og þvingunarúrræði.12. gr.12.1 Til að knýja á um ráðstafanir samkvæmt reglugerð þessari skal fylgja þeim þvingunarúrræðum sem mælt er fyrir um í IX. kafla reglugerðar um mengunarvarnaeftirlit þegar við á.  Annars gilda ákvæði VI. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 um valdsvið og þvingunarúrræði. Viðurlög.13. gr.13.1 Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.13.2 Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Umhverfisráðuneytinu, 29. október 1999.

 

Siv Friðleifsdóttir.Magnús Jóhannesson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband