Ráðherralisti vinstri stjórnar

Það er algeng dægradvöl hjá hægrisinnum á blogginu að setja upp mögulega ráðherralista vinstri stjórnar sem nú lítur út fyrir að geti náð meirihluta eftir næstu kosningar. Þetta er ekki bundið við þá því fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason hafa leyft sér að spyrja um fjármálaráðherraefni Samfylkingarinnar. Við því er auðvitað bara eitt svar; það verður ekki dýralæknir! Hvaða samfylkingarmaður sem er myndi standa sig betur en núverandi fjármálaráðherra. Samfylkingarmaður í fjármálaráðherrastól myndi breyta skattkerfinu þannig að það minnkaði mismunun í samfélaginu en yki ekki á hana eins og nú er. Samfylkingarmaður í fjármálaráðherraembætti myndi lækka matarkostnað heimilanna svo um  munaði enda lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram tillögur um slíkt löngu áður en ríkisstjórnin kom með sína útþynntu útgáfu (sjá um þetta: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=23 og 
http://www.althingi.is/raeda/133/rad20061204T163025.html ) Raunar virðist Samfylkingin vera eini flokkurinn sem raunverulega hefur áhuga á lífskjörum almennings í landinu.

Fjármálaráðherra úr Samfylkingunni myndi líka, eins og aðrir ráðherrar flokksins vinna gegn þenslu og þar með verðbólgu ekki gera allt til að auka hana eins og virðist vera dagskipunin í núverandi ríkisstjórn. Já, fjármálaráðherra Samfylkingarinnar myndi heldur ekki standa í því að efna til illinda við aldraða og öryrkja heldur vinna markvisst að því með heilbrigðis- og tryggingaráðherranum (sem t.d. gæti verið úr VG) að bæta kjör þeirra lífeyrisþega sem minnst hafa. Mér detta nokkrir góðir kandidatar í hug; t.d. Ágúst Ólafur Ágústsson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband