5.3.2007 | 11:39
Og allt í okkar nafni!
Minni á að við erum enn á lista hinna staðföstu þjóða. Hef verið að velta fyrir mér hvort Íraksstríðið sé orðið verra en Víetnamsstríðið. Enn eru mótmælin ekki orðin eins mikil enda lifum við á öðrum tímum. Upplýsingaflóðið yfirþyrmandi en samt er eins og við fáum ekki nógar upplýsingar - a.m.k. ekki þær réttu. Bandaríkjamenn lærðu nefnilega af Vietnamstríðinu. Á tímum þess höfðu blaða- og fréttamenn fullan aðgang og við fengum myndir af viðbjóðnum og hryllingnum sem Bandaríkjamenn stóðu fyrir, í Flóabardaga hinum fyrri var allt lokað og eina sem við sáum var mynd sem líktist einhverju tölvuspili af sprengjunum yfir Bagdad. Engar raunverulegar upplýsingar. Enn er það þannig að frétta- og blaðamenn eru háðir herjunum og eiga því erfitt með að vera mjög gagnrýnir.
Svo er líka stundum eins og við verðum ónæm, hættum að taka eftir fréttum af pyntingum og morðum bandarískra hermanna. En það þýðir ekki að þeir séu ekki að pynta og myrða. Allt í okkar nafni...
Nýtt pyntingamál í uppsiglingu í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig ferðu að því að tengja aðgerðir breskra og íraskra hersveita gegn spillingu og óþverrahætti dauðasveita sjíta við bandaríska hermenn? Illa ertu læs. Eða er það kannski einstrengingurinn sem blindar þig?
Anton (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 04:52
Mér finnst að fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar ef að samfylking mun eiga þar í hlut, eigi að vera að taka okkur af lista hinna staðföstu þjóða.
Kv,
Guffi
Guðfinnur Sveinsson, 8.3.2007 kl. 01:57
Nákvæmlega, Guðfinnur. Fyrsta verkefnið og eitt af þeim mikilvægustu. Við eigum ekki að taka þátt í hernaði. Punktur
Ingibjörg Stefánsdóttir, 8.3.2007 kl. 10:52
já sammála....enda ekki með her, blessunarlega!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.