24.4.2007 | 14:50
Í þessu samfélagi viðgangast dauðarefsingar
Hugsið ykkur ef glæpurinn sem hann var dæmdur fyrir hefði verið talinn nógu alvarlegur til þess að verðskulda dauðarefsingu.
Hugsið ykkur ef þessi maður hefði verið dæmdur til dauða. Hefði verið tekinn af lífi áður en í ljós kom að hann var saklaus.
Það hefur gerst í Bandaríkjunum. Menn eru teknir af lífi saklausir. Og auðvitað eru það fyrst og fremst þeir svörtu, þeir fátæku og þeir minnst menntuðu sem eru dæmdir til dauða. Þeir hafa nefnilega oft ekki efni á og möguleika á að fá sér góða verjendur. Ríkir menn eru aldrei dæmdir til dauða í Bandaríkjunum. Þeir fá sér bara góða verjendur og sleppa með litlar refsingur. Það er fólkið úr fátækrahverfunum sem fyllir fangelsin og dauðagangana í Guðs eigin landi.
Þetta er lýðræðið sem Bush, Bandaríkjameistari í dauðarefsingum, vildi flytja út til Írak. Nei, svona lýðræði er ekki til útflutnings. Á því þarf uppskurð og gagngera breytingu.
Saklaus á bak við lás og slá í aldarfjórðung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.