1.5.2007 | 21:25
Jóhannes Geir vælukjói?
Það er gaman að Pétri Gunnarssyni spunameistara Framsóknarflokksins núna. Hann fer mikinn um orð Skúla Thorodssen um að selja eigi Landsvirkjun. Ekki veit ég hvað er til í því - en óttast þó einkavæðingaráhuga Sjálfstæðisflokksins sem er til alls líklegur í einkavinavæðingunni eins og dæmin sanna.
Þegar framsóknarmenn tala um Landsvirkjun fer þó ekki hjá því að hugurinn reiki til nýja stjórnarformannsins. Þannig er mál með vexti að á nýlegum aðalfundi Landsvirkjunar var skipt um stjórnarformann. Stjórnarformann sem að Framsókn "á". Af einhverjum ástæðum þótti nú ástæða til þess að skipta Jóhannesi Geir, stjórnarformanni til tólf ára, út fyrir Pál Magnússon. Páll er gamall Röskvumaður, bæjarritari í Kópavogi og lítill vinur heilbrigðisráðherra. Þetta kom Jóhannesi á óvart og voru hvorki hann né Siv Friðleifsdóttir ánægð með þessa nýskipun.
http://hux.blog.is/blog/hux/entry/195021/
Ég spurði Pétur um ástæður þess að Jóhannes Geir þurfti að hætta og af hverju lá svona á. Þá kemur í ljós að Pétur telur að Jóhannes sé "vælukjói" og vill meina að slæm ímynd Landsvirkjunar sé honum að kenna. Þessi orð Péturs fóru ekki vel í lesendur síðunnar. Einn þeirra; Ólafur Sveinn, sem segist vera framsóknarmaður er þannig alls ekki ánægður með þessi orð Péturs sem dregur þá heldur í land.
Svona er þá samkomulagið í henni Framsókn. Spurning hvort hún þurfi ekki að fara að hvíla sig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.