24.5.2007 | 08:56
Verkefni fyrir netlöggu?
Kannski var þetta með netlögguna góð hugmynd eftir allt saman? Mér finnst að minnsta kosti sjálfsagt að fylgjast með svona viðbjóði og loka þeim vefsvæðum sem birta þetta. Ef til vill ættu líka að vera skýrari sektar- eða önnur refsiákvæði í lögum um svona brot. Því þetta hlýtur að vera brot á lögum.
Nauðgunarþjálfun á Netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir 20 árum var til leikur á Atari 2600 þar sem leikmaðurinn átti að forðast örvar indíána og nauðga indiánastelpu sem bundin var við staur.
http://en.wikipedia.org/wiki/Custer's_Revenge
Þetta er ekkert nýtt.
GBB (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 09:15
Vissulega er þetta ógeðslegt og siðlaust og hreinlega rangt, en þetta er allt tölvuteiknað og enginn í raun misnotaður við gerð leiksins. Held að þetta hljóti að teljast tæknilega löglegt, þó ég sé enginn lögfræðingur.
G. H. (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 09:22
Á meðan þetta eru bara lita pixlar sem eru óheppilega uppraðaðir með söguþráð þá er enginn að þjást af þessu. Teiknað fólk hefur ekki tilfinningar, notum það eins og okkur sýnist!
Freyr (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 09:28
Auðvitað hefur teiknað fólk ekki tilfinningar. En þeir sem leika leikinn hafa tilfinningar, margir þeirra eru eflaust ungir drengir sem þarna er sýnt fram á hversu sniðugt og skemmtilegt það sé að nauðga. Finnst ykkur það í lagi?
Og GBB, það að þetta sé ekkert nýtt gerir þetta ekkert betra. Svona viðbjóður hefur áhrif. Það er málið.
Getið þið annars sagt mér hverjir það eru sem eru líklegastir til þess að vera inni á torrent.is? Er það fullorðið fólk? Miðaldra konur? Unglingsdrengir kannski? Ég bara spyr. Þessa frétt má nefnilega setja í beint samhengi við nýlega frétt um ársskýrslu Stígamóta þar sem fram kemur að hópnauðgunum hefur fjölgað og líka almennt tilkynningum um nauðganir.
Hugsið um það.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.5.2007 kl. 09:56
Ingibjörg: Mætti ekki svosem segja það sama um ofbeldisleiki, ofbeldismyndir, myndir sem sýna nauðganir og allt þar fram eftir götunum?
Ég hef ákveðnar heimildir fyrir því að töluvert meira hafi verið um nauðganir og ofbeldi fyrr á tíðum en á þessum síðustu og verstu - tölvuöldin skapaði ekki vandann heldur endurspeglar hún sjúkleika mannsins sem hefur alltaf verið til en sjaldan eða aldrei verið jafn sjaldgæfur og ólöglegur og í dag. Verum í það minnsta glöð að hópnauðganir, morð og mannát eru ekki partur af menningu okkar eins og þær voru í mörgum samfélögum hér áður.
Heimur batnandi fer, þrátt fyrir soran sem er ennþá til.
G. H. (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:24
Fólksfjöldi hefur líka aukist, úps?
Freyr Guðjónsson, 24.5.2007 kl. 10:27
Það eru engin rök fyrir því að umbera svona tölvuleiki að ástandið hafi kannski einhverntíma verið verra.
Það eru heldur engin rök fyrir því að sætta sig við fjölgun nauðgana að fólksfjöldi hafi aukist.
Nauðganir eiga ekki að líðast. Ekki heldur leikir sem hvetja til nauðgana. Svo einfalt er það.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.5.2007 kl. 10:40
Umbera og ekki umbera, ég er ekki að segja að þetta sé sniðugt eða æskilegt til dreyfingar. Ég sagði einfaldlega að ég ætti bágt með að sjá hvernig þetta stangist á við lög.
Þegar þú bættir því við að "svona viðbjóður hefur áhrif" setti ég einfaldlega spurningamerki við þá staðhæfingu og færði rök fyrir mínu máli - það eru þín orð en ekki mín að einhver sé að segja að nauðganir eigi að líðast. Frekar ómálefnalegt og lélegt skot ef þú spyrð mig...
G. H. (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:02
Ég sagði aldrei að þú teldir að nauðganir ættu að líðast. Hins vegar sagði ég að hvorki nauðganir né leikir sem hvetja til nauðgana ættu að líðast. Um það ættum við að geta verið sammála. Þegar ég skrifa: ,,Það eru heldur engin rök fyrir því að sætta sig við fjölgun nauðgana að fólksfjöldi hafi aukist. " þá er ég að svara Frey Guðjónssyni og hefði kannski átt að hafa það skýrara.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.5.2007 kl. 11:45
Fasistarnir að koma úr skápnum
en allavega ef klám veldur auknum nauðgunum af hverju er nauðgana tíðni Japan 13 sinnum lægri en okkar
Ísland :0.246009 per 1,000 people
Japan :0.017737 per 1,000 people
Af hverju er nauðganatíðni í hollandi meira en tvöfallt minni en á íslandi?
Holland : 0.100445 per 1,000 people
Þar að auki hafa rannsóknir að aukið aðgengi að klámi minnki nauðgarnir
Sjá : http://www.law.stanford.edu/display/images/dynamic/events_media/Kendall%20cover%20+%20paper.pdf
http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=913013
Heimildir fyrir tölum með naugðunum: http://www.nationmaster.com/graph/cri_rap_percap-crime-rapes-per-capita
2 Netherlands:0.100445 perButcer (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:06
Netlögga væri slæm hugmynd og gæti ekki virkað miðað við aðstæður í dag. Lögreglan gæti engan vegin stoppað umferð að svona leik þótt hún vildi. Það er ekki hægt að stöðva svona síður svo þær berist ekki til landsins þótt viljinn sé fyrir hendi og það er ekki auðvelt fyrir netþjónustufyrirtækin.
Ég veit ekki með ykkur en mér gæti ekki verið meira sama um þennan leik sem slíkan, ég ætla ekki að spila hann. Mér finnst hins vegar stór mistök að auglýsa þennan leik á forsíðu mbl.is því eins og margir aðrir netnotendur hafði ég ekki hugmynd um þennan leik þannig ég ímynda mér að þessi umræða eigi bara eftir að auka dreifinguna. Stór mistök.
Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:18
Akkúrat Guðmundur!
Og múgurinn verður svo brjálaður að það minnir á góðan South Park þátt.
En í alvöru, netlögga?! Hvernig dettur fólki svona vitleysa í hug? Það eina sem hún á eftir að gera er að það sé fylgst með venjulega fólkinu á meðan þeir sem eru klárir á tölvur halda áfram að gera "ólöglegar" athafnir á netinu. (ég er enn þá að velta fyrir mér hvað netlöggan eigi að sjá um annað en ritskoðun)
Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 18:49
Af hverju er verra að nauðga í tölvuleikjum heldur en að lemja eða drepa? Ég skil þetta ekki. Ekki reyna að segja mér að einhverjir fari út og nauðga bara vegna þess að þeir spiluðu leikinn.
Geiri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 19:08
Ég sá fréttina ekki á mbl.is heldur í sjónvarpsfréttum og varð dálítið undrandi á auglýsingunni. Þetta er eins og þegar súlustaðirnir eru gagnrýndir og sýndar myndir af stöðunum í margar mínútur á besta fjölskyldutíma.
Þótt spilarar fari kannski ekki beint út og nauðgi þegar þeir hafa leikið leikinn sendir leikurinn ábyggilega þau skilaboð til spilara að nauðgun sé ekki sá glæpur sem þolendur áreiðanlega upplifa.
Mér finnst fínt að spila Tetra og Actionary ... hvaða kikk ætli menn fái út úr ofbeldisleikjum?
Berglind Steinsdóttir, 24.5.2007 kl. 21:18
Hvað varðar samanburð á t.d. Japan og Íslandi í þessum efnum þá verður tölfræði um nauðganir aldrei meira en tölfræði kærðra tilvika, eða jafnvel sakfellinga? það er fjarri því að það segi alla söguna.
Erla (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.