30.4.2007 | 16:44
Jónína og útlendingalögin
Einn vinkill hefur gleymst í allri umræðunni um tengdadóttur Jónínu og ríkisborgararéttinn. Sá vinkill snýr að því hvers vegna lá svona mikið á að stúlkan fengi ríkisborgararétt. Af hverju þurfti hún að sækja um ríkisborgararétt eftir aðeins 15 mánuði?
Án þess að ég sé sérfræðingur í reglum um dvalarleyfi dettur mér í hug ein skýring. Getur verið að dvalarleyfi stúlkunnar hafi verið að renna út? Getur verið að hún hafi verið að missa dvalarleyfið og það ekki fengist framlengt þrátt fyrir að hún ætti íslenskan kærasta?
Nú er það þannig að útlendingar sem eru í sambúð með Íslendingi eldri en 24urra ára geta fengið dvalarleyfi vegna íslensks maka síns. Getur verið að kærastinn, sonur Jónínu, sé ekki orðinn tuttuga og fjögurra ára og að þess vegna hafi hún ekki getað fengið dvalarleyfi? Þannig hafi óréttlátt og ómannúðleg lög sem Jónína tók þátt í að samþykkja og jafnvel semja, verið farin að bitna á fjölskyldu hennar. Skyldi það vera málið? Rétt er að geta þess að Jónína Bjartmarsdóttir átti sæti í allsherjarnefnd sem fór með þetta mál þegar lögin voru til meðferðar. Þau voru mjög umdeild og efndu ungliðahreyfingar stjórnámalaflokkanna m.a. til undirskriftasöfnunar gegn þeim.
Hér sést hvernig þingmenn greiddu atkvæði um þessi lög: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=27734
Útlendingalögin ein og sér eru reyndar fullgild ástæða þess að við þurfum að losna við þessa ríkisstjórn.
Lög um útlendinga
2002 nr. 96 15. maí




Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2007 | 09:22
Fjöruga kynlífið og kynlífsþrælarnir
Einkennilegt að rætt sé um kynlífsþræla í sömu andrá og fjörugt kynlíf. Ég tengi kynlífsþræla fremur við kúgun og viðbjóð. Þarna virðist þrælarnir bara vera partur af fjörinu.
![]() |
Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2007 | 16:26
Samfylkingin býður nýja Íslendinga velkomna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2007 | 16:13
En það er búið að kjósa um þetta!
Það er alveg ljóst að flugvöllurinn fer. Hann þarf að fara og það er búið að samþykkja það í íbúakosningum. Skil ekki af hverju þarf að vera kannanir um eitthvað sem er búið að ákveða og er samstaða um i borgarstjórn.
Hitt er annað mál að það er skiljanlegt að fólk sé hikandi við þetta á meðan ekki er ljóst hvert flugvöllurinn fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 20:16
Stjórnarandstaðan með góðan meirihluta
Sjálfstæðisflokkur tapar, Framsóknarflokkur tapar og fær engan mann en VG bætir við sig manni og Samfylking heldur þeim mönnum sem hún hefur í kjördæminu.
Það áhugaverða í þessu er að samkvæmt þessum niðurstöðum væri stjórnin skítfallin. VG og Samfylking eru með 5 menn samtals og 49,8% atkvæða en Sjálfstæðisflokkurinn er með 32,6% atkvæða og fjóra menn. Aðrir flokkar fá ekki menn samkvæmt þessarri könnun en eftir er að úthluta jöfnunarmönnum.
Líst vel á þessu hlutföll milli stjórnar og stjórnarandstöðu og finnst Reykjavík suður að þessu leyti góð fyrirmynd fyrir önnur kjördæmi ;)
![]() |
VG bætir við sig í Reykjavík suður samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007 | 16:21
Hvert fara mennirnir?
Fór inn á www.ruv.is til að lesa mér nánar til um könnunina. Þar kemur í ljós að Framsókn hrynur beinlínis í fylgi fer úr 335 í 18% og missir tvo menn samkvæmt töflunni hér fyrir neðan sem er tekin af ruv-vefnum.
| Kosn. 2003 | 25. | ||
| % | menn | % | menn |
B-listi | 33 | 4 | 18 | 2 |
D-listi | 24 | 2 | 31 | 2 |
F-listi | 6 | 0 | 6 | 0 |
I-listi | - | - | 1 | 0 |
S-listi | 23 | 2 | 22 | 2 |
V-listi | 14 | 2(1) | 22 | 2 |
Það skrítna er að ekkert kemur fram um að hvert þessir tveir þingmenn sem Framsókn missir fara. |
|
|
|
|
![]() |
Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2007 | 11:54
Foreldrarnir á kafi í vinnu og enginn tími fyrir börnin
Þetta sýndi nýleg skýrsla OECD um líðan barna í ýmsum löndum. Þar kom fram að óvenju hátt hlutfall íslenskra barna og unglinga segist sjaldan eða aldrei verja tíma með foreldrum sínum.
Ég vil meina að börn sem foreldrarnir hafa lítinn tíma fyrir séu líklegri til þess að verða einmana og einangruð. Þau byggja síður upp sjálfsstraust sitt og því líður þeim verr.
Við verðum að sinna börnunum okkar betur. Nota meiri tíma og já, líka setja meiri peninga í mál sem gagnast börnum og barnafjölskyldum. Hér getur það skipt mál að afnema óréttlát gjöld, t.d. stimpilgjöld sem bæta enn á skuldabyrði ungra fjölskyldna sem eru að reyna að koma yfir sig þaki.
Ekki síður skiptir máli að sinna börnum með geðræn vandamál og að tekið sé á vandanum nógu snemma. Þar þarf bæði að sinna börnunum með hegðunarerfiðleikana. Þeim sem hrópa á hjálp, en líka hinum, þessum sem eru "óframfærin, einmana, döpur og vinalaus". Það ber kannski ekki svo mikið á þeim í skólanum. Þau valda ekki vandræðum í tíma en þeim þarf að sinna engu síður en hinum.
![]() |
Einmana börn auðveld bráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2007 | 23:03
Kardinálarnir og smokkabrennurnar
Alltaf jafn mikil hræsnin í kaþólsku kirkjunni. Berjast gegn notkun getnaðarvarna, líka til þess að verjast kynsjúkdómum eins og eyðni, fordæma getnaðarvarnir og beita sér gegn öllum réttindum homma og lesbía. Með baráttu sinni gegn notkun smokka er kaþólska kirkjan ábyrg fyrir dauða milljóna. Prestar og kardinálar innan kirkjunnar hafa reynst sekir um kynferðislega misnotkun gegn börnum. Vatikanið hefur lítið gert úr því og jafnvel veitt brotamönnum skjól. Svo þykjast þeir geta leyft sér að fordæma konur sem neyðast til þess að láta eyða fóstri. Karlaveldið hefur talað.
Ja svei.
![]() |
Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 16:40
Og Gísli Marteinn sem var orðinn svo umhverfisvænn...
Þessar fregnir sýna enn og aftur hversu lítið er að treysta á sjálfstæðismenn í samgöngu- og umhverfismálum. Þeir fækkuðu ferðum stofnleiða um helming þegar þeir tóku við á síðasta ári og nú á enn að skera niður.
Ég hlustaði á Gísla Martein í laugardagsþættinum á Rás1 á laugardaginn og þá hljómaði hann svo ægilega vistvænn og skilningsríkur á mikilvægi almenningssamgangna og þess að bílum héldi ekki áfram að fjölga. Nú er annað hljóð í strokkinum og tíu skrefin greinilega bara til að sýnast. Nú verður gengið afturábak og öll fögru orðin að engu hafandi.
Annars er þetta náttúrulega skiljanlegt. Villi greyið þarf auðvitað að spara fyrir lóðakaupunum í miðbænum. Svo er eins og mig minni að hann hafi verið að gefa Háspennu rándýra lóð í Vesturbænum í staðinn fyrir spilasalinn sem hann rak úr Mjóddinni.
![]() |
Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2007 | 14:50
Í þessu samfélagi viðgangast dauðarefsingar
Hugsið ykkur ef glæpurinn sem hann var dæmdur fyrir hefði verið talinn nógu alvarlegur til þess að verðskulda dauðarefsingu.
Hugsið ykkur ef þessi maður hefði verið dæmdur til dauða. Hefði verið tekinn af lífi áður en í ljós kom að hann var saklaus.
Það hefur gerst í Bandaríkjunum. Menn eru teknir af lífi saklausir. Og auðvitað eru það fyrst og fremst þeir svörtu, þeir fátæku og þeir minnst menntuðu sem eru dæmdir til dauða. Þeir hafa nefnilega oft ekki efni á og möguleika á að fá sér góða verjendur. Ríkir menn eru aldrei dæmdir til dauða í Bandaríkjunum. Þeir fá sér bara góða verjendur og sleppa með litlar refsingur. Það er fólkið úr fátækrahverfunum sem fyllir fangelsin og dauðagangana í Guðs eigin landi.
Þetta er lýðræðið sem Bush, Bandaríkjameistari í dauðarefsingum, vildi flytja út til Írak. Nei, svona lýðræði er ekki til útflutnings. Á því þarf uppskurð og gagngera breytingu.
![]() |
Saklaus á bak við lás og slá í aldarfjórðung |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)