16.2.2007 | 15:02
"Fancy a Dirty Weekend?"
Gaman að sjá að auglýsingaherð Icelandair sé nú loksins að bera árangur. Það er ekki seinna vænna enda nokkur ár síðan flugfélagið gerði sitt besta til þess að markaðssetja íslenskar konur sem auðvelda bráð fyrir karla út um allan heim. Nú eru þetta engir amatörar sem hafa svarað kalli flugfélagsins heldur atvinnumenn í bransanum -klámbransanum sem veltir milljörðum og er nátengdur bæði vændi og mansali.
Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú gerir þér vonandi grein fyrir að það er þó nokkur tími liðinn síðan Icelandair var með þessar auglýsingar. Sýnir hversu sjálfhverfir Íslendingar geta orðið, að halda að skitin auglýsingabirting í erlendum blöðum sé risastór herferð sem sannfærir stóran hluta klámiðnaðarins.
Hjörtur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:49
Ég vona að Icelandair komi ekki nálægt þessu...en við þurfum SKÝRAR reglur um klámvæðingu Íslands!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.2.2007 kl. 18:14
Þurfum við skýrar reglur um óskýran hlut? Hefurðu einhvern tímann heyrt um veikasta hlekkinn í keðjunni?
Hjörtur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:41
Við þurfum SKÝRAR REGLUR um hvar megi selja og leigja klám!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.2.2007 kl. 22:12
Segðu það þá!
Hjörtur (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 09:54
Já, Hjörtur ég veit allt um það. En þær hafa greinilega haft áhrif eða sýnist þér það ekki?
Ingibjörg Stefánsdóttir, 18.2.2007 kl. 15:03
Langt og langt. Ég hitti bresk hjón á ferðalagi erlendis í janúar og lenti í þeim vandræðalegustu samræðum sem hægt er að hugsa sér um lauslæti íslenskra kvenna og drykkjuskap.
Það var hábölvað að sitja til borðs með fólki sem flissandi spurði um "sannleikann" um reykvískt næturlíf. Heyra hvernig auglýsingarnar hefðu hangið um alla London, vakið mikla athygli og verið mjög umtalaðar. Ég var gjörsamlega miður mín þegar þau skellihlæjandi rifjuðu upp brandara sem þau hefðu heyrt um þessar auglýsingar. Ömurlegast var þegar þau fjálglega sögðu Ástralanum sem var með okkur frá þessu.
Og það var ekki á þessu fólki að heyra að auglýsingarnar heyrðu sögunni til, amk. var minningin sprelllifandi og "auglýsingaherferðin hafði vissulega gert sitt gagn".
Það versta var, að ég kom eiginlega alveg af fjöllum. Hafði heyrt ávæning af slagorðunum en hafði ekki hugmynd um að um öfluga herferð hefði verið að ræða og hvað þá um athyglina sem hún hefði vakið. Hafði eiginlega aldrei trúað þessu almennilega.
Kannski gott á mig, ég er oft svo asnalega stolt af því að vera Íslendingur. En þessa þrjá daga sem ég átti samleið með þessu fólki, var ekki laust við að ég skammaðist mín fyrir það. Mér fannst að minnsta kosti fráleitt að tala um Ísland af fyrra bragði.
Kolgrima, 21.2.2007 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.