Samfylkingin býður nýja Íslendinga velkomna.

untitled


En það er búið að kjósa um þetta!

Það er alveg ljóst að flugvöllurinn fer. Hann þarf að fara og það er búið að samþykkja það í íbúakosningum. Skil ekki af hverju þarf að vera kannanir um eitthvað sem er búið að ákveða og er samstaða um i borgarstjórn.

 

Hitt er annað mál að það er skiljanlegt að fólk sé hikandi við þetta á meðan ekki er ljóst hvert flugvöllurinn fer.


Stjórnarandstaðan með góðan meirihluta

Sjálfstæðisflokkur tapar, Framsóknarflokkur tapar og fær engan mann en VG bætir við sig manni og Samfylking heldur þeim mönnum sem hún hefur í kjördæminu.

Það áhugaverða í þessu er að samkvæmt þessum niðurstöðum væri stjórnin skítfallin. VG og Samfylking eru með 5 menn samtals og 49,8% atkvæða en Sjálfstæðisflokkurinn er með 32,6% atkvæða og fjóra menn. Aðrir flokkar fá ekki menn samkvæmt þessarri könnun en eftir er að úthluta jöfnunarmönnum.

Líst vel á þessu hlutföll milli stjórnar og stjórnarandstöðu og finnst Reykjavík suður að þessu leyti góð fyrirmynd fyrir önnur kjördæmi ;)


mbl.is VG bætir við sig í Reykjavík suður samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert fara mennirnir?

 

 Fór inn á www.ruv.is til að lesa mér nánar til um könnunina. Þar kemur í ljós að Framsókn hrynur beinlínis í fylgi fer úr 335 í 18% og missir tvo menn samkvæmt töflunni hér fyrir neðan sem er tekin af ruv-vefnum.

 

Kosn. 2003

25.
apríl

 

%

menn

%

menn

B-listi

33

4

18

2

D-listi

24

2

31

2

F-listi

6

0

6

0

I-listi

-

-

1

0

S-listi

23

2

22

2

V-listi

14

2(1)

22

2

 Það skrítna er að ekkert kemur fram um að hvert þessir tveir þingmenn sem Framsókn missir fara.  

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrarnir á kafi í vinnu og enginn tími fyrir börnin

Þetta sýndi nýleg skýrsla OECD um líðan barna í ýmsum löndum. Þar kom fram að óvenju hátt hlutfall íslenskra barna og unglinga segist sjaldan eða aldrei verja tíma með foreldrum sínum.

Ég vil meina að börn sem foreldrarnir hafa lítinn tíma fyrir séu líklegri til þess að verða einmana og einangruð. Þau byggja síður upp sjálfsstraust sitt og því líður þeim verr.

Við verðum að sinna börnunum okkar betur. Nota meiri tíma og já, líka setja meiri peninga í mál sem gagnast börnum og barnafjölskyldum. Hér getur það skipt mál að afnema óréttlát gjöld, t.d. stimpilgjöld sem bæta enn á skuldabyrði ungra fjölskyldna sem eru að reyna að koma yfir sig þaki.

Ekki síður skiptir máli að sinna börnum með geðræn vandamál og að tekið sé á vandanum nógu snemma. Þar þarf bæði að sinna börnunum með hegðunarerfiðleikana. Þeim sem hrópa á hjálp, en líka hinum, þessum sem eru "óframfærin, einmana, döpur og vinalaus". Það ber kannski ekki svo mikið á þeim í skólanum. Þau valda ekki vandræðum í tíma en þeim þarf að sinna engu síður en hinum. 


mbl.is Einmana börn auðveld bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kardinálarnir og smokkabrennurnar

Alltaf jafn mikil hræsnin í kaþólsku kirkjunni. Berjast gegn notkun getnaðarvarna, líka til þess að verjast kynsjúkdómum eins og eyðni, fordæma getnaðarvarnir og beita sér gegn öllum réttindum homma og lesbía. Með baráttu sinni gegn notkun smokka er kaþólska kirkjan ábyrg fyrir dauða milljóna. Prestar og kardinálar innan kirkjunnar hafa reynst sekir um kynferðislega misnotkun gegn börnum. Vatikanið hefur lítið gert úr því og jafnvel veitt brotamönnum skjól. Svo þykjast þeir geta leyft sér að fordæma konur sem neyðast til þess að láta eyða fóstri. Karlaveldið hefur talað.

 

Ja svei.


mbl.is Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Gísli Marteinn sem var orðinn svo umhverfisvænn...

Þessar fregnir sýna enn og aftur hversu lítið er að treysta á sjálfstæðismenn í samgöngu- og umhverfismálum. Þeir fækkuðu ferðum stofnleiða um helming þegar þeir tóku við á síðasta ári og nú á enn að skera niður.

Ég hlustaði á Gísla Martein í laugardagsþættinum á Rás1 á laugardaginn og þá hljómaði hann svo ægilega vistvænn og skilningsríkur á mikilvægi almenningssamgangna og þess að bílum héldi ekki áfram að fjölga. Nú er annað hljóð í strokkinum og tíu skrefin greinilega bara til að sýnast. Nú verður gengið afturábak og öll fögru orðin að engu hafandi.

 

Annars er þetta náttúrulega skiljanlegt. Villi greyið þarf auðvitað að spara fyrir lóðakaupunum í miðbænum. Svo er eins og mig minni að hann hafi verið að gefa Háspennu rándýra lóð í Vesturbænum í staðinn fyrir spilasalinn sem hann rak úr Mjóddinni.


mbl.is Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í þessu samfélagi viðgangast dauðarefsingar

Hugsið ykkur ef glæpurinn sem hann var dæmdur fyrir hefði verið talinn nógu alvarlegur til þess að verðskulda dauðarefsingu.

Hugsið ykkur ef þessi maður hefði verið dæmdur til dauða. Hefði verið tekinn af lífi áður en í ljós kom að hann var saklaus.

Það hefur gerst í Bandaríkjunum. Menn eru teknir af lífi saklausir. Og auðvitað eru það fyrst og fremst þeir svörtu, þeir fátæku og þeir minnst menntuðu sem eru dæmdir til dauða. Þeir hafa nefnilega oft ekki efni á og möguleika á að fá sér góða verjendur. Ríkir menn eru aldrei dæmdir til dauða í Bandaríkjunum. Þeir fá sér bara góða verjendur og sleppa með litlar refsingur. Það er fólkið úr fátækrahverfunum sem fyllir fangelsin og dauðagangana í Guðs eigin landi.

Þetta er lýðræðið sem Bush, Bandaríkjameistari í dauðarefsingum, vildi flytja út til Írak. Nei, svona lýðræði er ekki til útflutnings. Á því þarf uppskurð og gagngera breytingu.


mbl.is Saklaus á bak við lás og slá í aldarfjórðung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama hvaðan kvenfyrirlitningin kemur

ljóskan

Það er gaman að því hvað ýmsir hægrimenn virðast vera orðnir viðkvæmir fyrir karlrembu. Þannig ryðst nú hver sjálfstæðismaðurinn á fætur öðrum fram á ritvöllinn til þess að lýsa yfir andstyggð sinni á orðum Jóns Baldvins í Silfrinu um "ljóskuna í menntamálaráðuneytinu".

Þetta sýnir auðvitað hvað umræðan hefur þróast og hversu mikil áhrif feministar hafa haft. Nú leyfist ekki lengur að tala hvernig sem er um konur. Hvað þá konur í valdastöðum.  

Kannski er þó ekki alveg sama hver konan er og þá heldur ekki hver talar.

Auðvitað voru þessi ummæla sendiherrans fyrrverandi algjörlega óþolandi karlremba og sjálfsagt að gagnrýna þau.  

Hins vegar man ég ekki eftir að þeir sem mest gagnrýna Jón Baldvin núna hafi haft nokkuð að athuga við ummæli Geirs Haarde um sætustu stelpuna á ballinu. Ekki gagnrýndu þeir heldur orð hans um þær konur sem urðu þungaðar eftir starfsmenn á Byrginu eftir að hafa verið þar í fíkniefnameðferð. Þá benti Geir á að þær hefðu nú orðið óléttar hvort sem var!

Byrgiskonurnar eru auðvitað ekki í neinni valdastöðu. Þær eru þvert á móti á botni samfélagsins. Það er kannski þess vegna sem hæstvirtum forsætisráðherra fannst allt í lagi að sparka í þær og gera lítið úr þeirri kynferðislegu misnotkun sem þær urðu fyrir.

Ég bara spyr.


Þá er það framkvæmdastjórnin!

Þá er komið að því; ég er komin í framboð til framkvæmdastjórnar og því  um að gera að tala við sem flesta og kynna sig sem best. Ég hef nefnilega aldrei staðið í kosningabaráttu fyrir sjálfa mig fyrr. Hins vegar hef ég oft unnið í kosningabaráttu, bæði fyrir Reykjavíkurlistann og Samfylkinguna.

Í fyrsta skiptið sem ég bauð mig fram í pólítískt embætti var þegar ég var beðin um að koma í stjórn Verðandi sem var félags ungs alþýðubandalagsfólks og óháðra - og ég var einmitt óháð. Þá fór ég í stjórn sem var undir forsæti eins núverandi og eins verðandi þingmanns; þ.e. Helga Hjörvars og Róberts Marshall. Þar gaf ég út fréttabréf og fór svo á fullt í kosningabaráttuna fyrir Reykjavíkurlistann 1994. Það var ótrúleg stemning og þar skipulagði ég tónleika, skrifaði greinar og sökkti mér svo á kaf að dóttir mín sem þá var fimm ára hélt að ég ynni á kosningaskrifstofu Reykjavíkurlistans á Laugaveginum en ekki hjá Tryggingastofnun aðeins ofar á Laugaveginum.

Eftir frækilegan kosningasigur Reykjavíkurlistans var ég komin með bakteríuna og vildi halda áfram. Ég vildi þó ekki fara inn í neinn einn af þeim flokkum sem stóð að Reykjavíkurlistanum - ekki ennþá. Ég endaði sem formaður Regnbogans - Reykjavíkurlistafélagsins í Vesturbænum. 

Það var svo ekki fyrr en 1998 sem ég ákvað að ganga í Kvennalistann. Þá var sameining vinstri aflanna komin á dagskrá og og vildi ég að staða Kvennalistans yrði sem sterkust þar. Þangað hafði ég líka tengsl sem náðu allt aftur til ársins 1992 þegar ég starfaði í ritnefnd Veru. Ég var svo starfsmaður í kosningabaráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1998 og ætlaði svo í kennsluréttindanám um haustið. Það fór á annan veg því um haustið bauðst mér að gerast starfskona Kvennalistans. Fyrir stjórnmálafíkil eins og mig var ekki um annað að ræða en að taka því boði og við tóku spennandi en erfiðir tímar sameiningarveturinn 1998 - 1999. Þar gekk á ýmsu en niðurstaðan varð sú að um vorið var ég enn og aftur farin að starfa í kosningabaráttu og nú fyrir Samfylkinguna.

Einhvern tíminn á þessu tímabili gerðist ég svo talskona Grósku - félags sem fyrst og fremst var stofnað kringum sameiningarhugsjón jafnaðarmanna. Ég var hvorki langlíf né áberandi talsmaður enda var hlutverki Grósku að ljúka nú þegar hugsjónin um sameiningu jafnaðarmanna var að rætast.

Veturinn eftir lauk ég svo kennsluréttindanámi og að því búnu héldum við fjölskyldan til Danmerkur þar sem ég nam menntunar- og stjórnsýslufræði í Roskildeháskóla. Ég fór þó ekki í pólítískt frí því þegar leið að kosningum 2003 stóð ég ásamt fleiri Íslendingum í Danmörku að því að fá Guðrúnu Ögmundsdóttur út og skipulagði fund með henni. Sá fundur breyttist reyndar í fund með fulltrúum flestra framboða þegar stuðningsmenn annarra flokka áttuðu sig á því að Samfylkingin ætlaði að senda fulltrúa sinn út. Niðurstaðan varð fullt Jónshús og mjög skemmtilegur fundur sem vonandi hefur skilað Samfylkingunni nokkrum atkvæðum.

Þegar heim var komið starfaði ég fyrst sem ráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi og síðar sem verkefnastjóri hjá Mími símenntun. Þar starfa ég að fullorðinsfræðslu og menntun þeirra sem skemmsta hafa skólagönguna.

Enn lætur pólítíkin mig ekki í friði. Nú er ég komin í stjórn Samfylkingarfélagsins í Miðbænum, skrifa stundum á Trúnó, tek þátt í ritstýra blaði Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir kosningarnar og fleira og fleira.

Stjórnarflokkarnir tala um að mánuður sé stuttur tími í pólítík. Það er rétt og enn getur margt breyst. Sextán ár eru hins vegar langur tími, allt of langur tími í afturhaldspólítík og forræðishyggju.  Ég ætla ekki að leggja á liði mínu, hvorki í kosningabaráttunni né í starfinu í kjölfar kosninga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband