Gæsahúð

Það var gaman á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Ég fékk oft gæsahúð undir ræðu Ingibjargar Sólrúnar og Helle Thorning Schmidt og Mona Sahling voru báðar frábærar. Það verður gaman þegar þessar þrjár verða allar komnar í stjórn hver í sínu landi.

Þarna fann ég sterkt hvers vegna ég var komin þarna - hvers vegna ég hafði verið að vinna allt þetta pólítíska starf undanfarin ár. Þessar þrjár frábæru konur settu allar jafnaðarstefnuna fram sem forsendu velferðar og vaxtar og sem  hinn augljósa valkost fyrir þá sem vilja velferð, fyrir þá sem vilja að allir séu þátttakendur í velferðinni, ekki bara sumir útvaldir. Fyrir þá sem sjá að hægri flokkarnir hafa hvorki áhuga né skilning á velferð.

 En við vorum ekki bara komin þarna til þess að hlustaá ræður. Við vorum komin til þess að vinna málefnavinnu og líka til þess að hitta gamla félaga og nýja úr baráttunni.


Gott mál - en hvenær verður ferðum stofnleiðanna fjölgað aftur?

Gaman að sjá að borgarstjórnarmeirihlutinn er aðeins að taka við sér í umhverfis- og samgöngumálum.  Þau mál eru auðvitað óaðskiljanleg eins og allir vita.

Hér er ýmsar góðar tillögur að finna og sjálfsagt að hrósa því sem vel er gert. Hins vegar sakna ég einnar góðrar hugmyndar. Hún snýst um að stofnleiðirnar keyri aftur á tíu mínútna fresti en ekki á tuttugu mínútna fresti eins og nú er. Þetta er ein mikilvægasta aðgerðin til þess að auðvelda og ýta undir notkun á almenningssamgöngum.

Eins og lesendur muna þá var það nefnilega eitt af fyrstu verkefnum nýs borgarstjórnarmeirihluta að fækka ferðum stofnleiða strætó. Ferðir á tíu mínútna fresti voru ein af forsendum nýs leiðakerfis - leiðakerfis sem fékk aldrei tækifæri til þess að sanna sig. Ástæða þess var sú að um leið og nýi meirihlutinn tók við hófst hann handa við að eyðileggja það. Bæði með áðurnefndri fækkun ferða stofnleiða og með því að leggja af eina þeirra; leið S5. Síðarnefnda ákvörðun var tekin aftur enda erfitt að standa á móti öllum Árbænum.

Enn keyra stofnleiðirnar á tuttugu mínútna fresti, nokkuð sem dregur mjög úr gagnsemi þeirra. Hvernig væri að kippa þessu í liðinn, herra borgarstjóri?


mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður Framsóknar og Frjálslyndra

Þegar ég var að hlusta á formann Framsóknarflokksins í Kastljósumræðunum áðan lýsa því hvernig gæti farið ef hægt yrði á stóriðjustefnunni þá fannst mér allt í einu að ég hefði heyrt þessa lýsingu áður. En hvar? Svo komst Guðjón Arnar að og þá áttaði ég mig. Hann var að vísu mun hógværari en flokksbræður hans (eru einhverjar konur í Frjálslynda flokknum?) en þarna áttaði ég mig á samsvöruninni. Lýsing Jóns Sig á því hvað gæti gerst ef frekari stóriðjuframkvæmdir væru settar á bið var næstum alveg eins og lýsingar forystumanna Frjálslynda flokksins og auglýsingar um "innflytjendavandamálið". Jú ef ekki verður gert eins og við segjum þá lækka launin, velferðarkerfið hrynur, í stuttu máli ef: A) við höldum ekki áfram með álvæðinguna eða B) við hægjum ekki á fjölgun innflytjenda þá fer allt í kaldakol og það vill auðvitað enginn.

Það er leiðinlegt að fylgjast með því hvernig tveir ágætis menn sem komnir eru í þá stöðu að vera formenn flokks í útrýmingarhættu bregðast við. Hin níræða Framsókn og hinn bráðungi Frjálslyndi flokkur eiga það sameiginlegt að vera í virkilega vondum málum. Framsókn hefur sjaldan eða aldrei mælst jafn lítil jafn lengi og Frjálslyndi flokkurinn gæti þurrkast út af þingi.

Hvað gera bændur (og skipstjórar) þá? Jú, þeir grípa til hræðsluáróðurins. Hræða fólk með verri kjörum, berklafaraldri, hruni velferðarkerfisins, atvinnuleysi. Og já, auðvitað er Framsóknarflokkurinn ekki að daðra við rasisma eins og ég vil meina að Frjálslyndi flokkurinn sé að gera. Hins vegar er flokkurinn gjörsamlega fastur í gamaldags, umhverfisfjandsamlegri og heimskulegri atvinnustefnu. Atvinnustefnu sem þar að auki er að valda gífurlegri þenslu með tilheyrandi vaxtahækkunum og skuldabagga á heimilin í landinu. Og þegar fylgið minnkar þá láta framsóknarmenn sér það ekki að kenningu varða heldur halda áfram að flaðra upp um íhaldið og reka gamaldags stóriðjustefnu.

Eins og ég kunni alltaf vel við hann Jón Sigurðsson.  

------------------------------------------------------------------------------- 

 

Já, og auðvitað stóð Ingibjörg Sólrún sig best í þættinum. Málefnaleg og skelegg að vanda. Næstur henni kom Steingrímur og þar á eftir Ómar sem var góður í að orða hlutina skemmtilega og myndrænt. Eina sem Geir Haarde hafði til málanna að leggja var ágætis ábending um það hvað það væri leiðinlegt að tala alltaf um "þetta fólk" þegar verið er að ræða um innflytjendur. Þar var ég sammála honum enda leiðist mér þegar fólki er hrúgað saman í  hópa: "innflytjendur", "ellilífeyrisþegar", "unglingar" "börn" o.sv.frv.  Við erum að tala um manneskjur hérna. Manneskjur sem eru jafn misjafnar og þær eru margar. Við skulum ekki gleyma því. Og þegar talað eru um "þetta fólk" þá er einhvern veginn búið að setja alla innflytjendur í eina kippu fólks sem líklega er vandamál. Sem er einmitt það sem allar - nema Guðjón Arnar -  voru sammála um að væri ekki málið.

 

 


For - dómar Moggablaðamannsins

Einkennilegt fyrirsögn, þessi um ófriðarseggina, í ljósi þess að fram hefur komið að fjöldi fólks var handtekinn fyrir það eitt að vera á vitlausum stað á vitlausum tíma. Hér ráða kannski fordómar Moggablaðamannsins sem virðist ákveðinn í því að allir sem handteknir voru í tengslum við mótmælin hljóti að vera ófriðarseggir.

 

Vissulega var fjöldi ófriðarseggja meðal þeirra sem mótmæltu. En þeir voru alls ekki einir um það og andstaðan við sölu og síðar niðurrif Ungmennahússins virðist vera mjög víðtæk.

Það var sértrúarsöfnuðurinn Faderhuset sem keypti húsið og hefur nú látið rífa það - þrátt fyrir að það hafi verið talið til menningarminja.

 

Þeir sem vilja kynna sér þann söfnuð, geta lesið þetta http://mrkab.com/ blogg sem nemandi úr Roskildi Universitets Center (www.ruc.dk) skrifar. Hann er í hópi nemenda sem vinna að verkefni um svona söfnuði og fékk því ásamt félögum sínum að vera viðstaddur messu þá sem Faderhuset hélt eftir að í ljós kom að búið væri að henda ungmennunum út úr Ungmennahúsinu. Það samansafn fordóma og öfga sem komu fram í predikun forstöðukonu safnaðarins gefur ekki miklar vonir um að söfnuðurinn muni byggja upp ungmennastarf á Norðurbrú. Í predikuninni var blandað saman árásum á samkyneigða og gegn fóstureyðingum og það sett undir sama hatt og pædófílía og ofbeldi.

Lýsinguna má líka lesa hér:

Ruths sejrstale

Efter en times lovsang og en times prædiken ved Martin Bergsøe om postmodernismens og humanismens forfærdeligheder, tog Ruth ordet. Her er et lille udpluk, lettere sammenskrevet.

“Det er jo sjældent, at vi taler om Ungdomshuset her i Faderhuset. Men i dag vil jeg gøre en undtagelse,” sagde Ruth Evensen.

“I fem år har I finansieret den månedlige husleje på 60.000, som vi har skullet betale måned efter måned, mens huset var besat. Jeg er stolte af jer, og jeg vil gerne rose jer, for jeres udholdenhed. Faderhuset har sejret!” Sektens medlemmer, der tæller ca. 40 personer, brød ud i vild jubel og hujende tilråb.

“Det er kun lykkedes, fordi der var en kvinde, en Guds kvinde, som turde stå fast. Kun fordi der var en Ruth Evensen, som ikke rokkede sig en millimeter, men hele vejen igennem holdt fast i det, som Gud havde pålagt hende - dvs. mig. Mange medier, og også Ritt Bjerregaard under mødet på Rådhuset, har spurgt mig, hvorfor jeg dog ikke bare sælger huset og høster gevinsten. Jeg griner af dem - hvor dumme er de? Vi har oplevet at Gud har pålagt os, at købe det hus, og fordi jeg har holdt fast i hans løfte, har vi nu sejret. Det er den magt vi har, når vi tilhører Gud.” Vild jubel og stor klapsalve.

“Medierne har hængt os ud. De autonome håner os, og påstår, at de forsvarer en kultur, som vi angriber. De kaster med sten og sætter ild til uskyldige menneskers biler, går i mod politiet og spærrer gaderne, så fødende kvinder på Nørrebro ikke kan komme på hospitalet. Undskyld mig, men hvis man opfører sig sådan, hvordan kan man så påstå, at man forsvarer en kultur? Det er ikke kultur, men bare Satan, der kæmper en håbløs kamp mod Gud.”

“Gud har store planer med Faderhuset. De fleste tror, at vi snart kan ånde lettede op. Men sådan bliver det ikke. Er det ikke fantastisk, at en menighed af rettroende og disciplinerede kristne, har kunne have sådan en samfundsforvandlende kraft? Vi er eksponeret ikke bare i hele Danmark, men også det meste af verden. Hvad siger I? Hvad synes I det næste skal være? Hvad med homoseksualitet?”

Ruth hævede stemmen mere og mere.

“Danmark har tilpasset sig tidsånden, og Folkekirken vier i dag homoseksuelle. Det er ikke naturligt for to mennesker af samme køn at være sammen. Undskyld mig, men vi er bare ikke fysisk indrettet til det! Og hvad med lesbiske, som åbenbart skal kunne få kunstig befrugtning? To kvinder, der får børn? Det er ikke Guds vilje!”

“Og hvad med pornografi, hva? Hvad med abort? Hvad med incest, hva? Det bliver det næste. Vi har styrken, og vi har troen. Vi lever i et samfund, hvor børn leger med satanisk legetøj. Leger med monstre. Faderhuset vil forandre Danmark. Vi har kraften til det, den samfundsforvandlende kraft. Hvorfor har andre kristne ikke den magt? Fordi de er lunkne. Vi kan kun sejre ved at have et stærkt lederskab, og en disciplineret menighed.”

Det var nu, at Ruth henvendte sig til os fire: “I gymnasieelever (Ruth Evensen tror åbenbart, at RUC er et gymnasium) kan godt gå ud og fortælle alle de andre, at det er sådan, det er.” Hun pegede ned på os. “Det er sådan vi er. Vores kraft vil forvandle Danmark!”

Atter henvendt til sektens medlemmer: “Det er klart, at når man oplever forfærdelige ting, som det der sker på Nørrebro, så bliver man lidt bange. Men det skal I ikke være. Nørrebro har ikke en chance.”

Gudstjenesten sluttede med sejrsjubel, dans og kristne rocknumre om at kæmpe Guds kamp i denne verden.

Jeppe Kabell, kabell@gmail.com, www.mrkab.com, 5. marts 2007 

 

Og svo má velta því fyrir sér hvor hópurinn er líklegri til að stuðla að umburðarlyndi og betri tíð á Norðurbrú; þau ungmenni sem höfðu athvarf í húsinu eða þessi söfnuður.

 


mbl.is Fleiri ófriðarseggjum sleppt úr fangelsi í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og allt í okkar nafni!

Minni á að við erum enn á lista hinna staðföstu þjóða. Hef verið að velta fyrir mér hvort Íraksstríðið sé orðið verra en Víetnamsstríðið. Enn eru mótmælin ekki orðin eins mikil enda lifum við á öðrum tímum. Upplýsingaflóðið yfirþyrmandi en samt er eins og við fáum ekki nógar upplýsingar - a.m.k. ekki þær réttu. Bandaríkjamenn lærðu nefnilega af Vietnamstríðinu. Á tímum þess höfðu blaða- og fréttamenn fullan aðgang og við fengum myndir af viðbjóðnum og hryllingnum sem Bandaríkjamenn stóðu fyrir, í Flóabardaga hinum fyrri var allt lokað og eina sem við sáum var mynd sem líktist einhverju tölvuspili af sprengjunum yfir Bagdad. Engar raunverulegar upplýsingar.  Enn er það þannig að frétta- og blaðamenn eru háðir herjunum og eiga því erfitt með að vera mjög gagnrýnir.

 

Svo er líka stundum eins og við verðum ónæm, hættum að taka eftir fréttum af pyntingum og morðum bandarískra hermanna. En það þýðir ekki að þeir séu ekki að pynta og myrða. Allt í okkar nafni...


mbl.is Nýtt pyntingamál í uppsiglingu í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherralisti vinstri stjórnar

Það er algeng dægradvöl hjá hægrisinnum á blogginu að setja upp mögulega ráðherralista vinstri stjórnar sem nú lítur út fyrir að geti náð meirihluta eftir næstu kosningar. Þetta er ekki bundið við þá því fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason hafa leyft sér að spyrja um fjármálaráðherraefni Samfylkingarinnar. Við því er auðvitað bara eitt svar; það verður ekki dýralæknir! Hvaða samfylkingarmaður sem er myndi standa sig betur en núverandi fjármálaráðherra. Samfylkingarmaður í fjármálaráðherrastól myndi breyta skattkerfinu þannig að það minnkaði mismunun í samfélaginu en yki ekki á hana eins og nú er. Samfylkingarmaður í fjármálaráðherraembætti myndi lækka matarkostnað heimilanna svo um  munaði enda lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram tillögur um slíkt löngu áður en ríkisstjórnin kom með sína útþynntu útgáfu (sjá um þetta: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=23 og 
http://www.althingi.is/raeda/133/rad20061204T163025.html ) Raunar virðist Samfylkingin vera eini flokkurinn sem raunverulega hefur áhuga á lífskjörum almennings í landinu.

Fjármálaráðherra úr Samfylkingunni myndi líka, eins og aðrir ráðherrar flokksins vinna gegn þenslu og þar með verðbólgu ekki gera allt til að auka hana eins og virðist vera dagskipunin í núverandi ríkisstjórn. Já, fjármálaráðherra Samfylkingarinnar myndi heldur ekki standa í því að efna til illinda við aldraða og öryrkja heldur vinna markvisst að því með heilbrigðis- og tryggingaráðherranum (sem t.d. gæti verið úr VG) að bæta kjör þeirra lífeyrisþega sem minnst hafa. Mér detta nokkrir góðir kandidatar í hug; t.d. Ágúst Ólafur Ágústsson.

 

 


Það má sekta umhverfissóðana - Reglugerð 788/1999

Smá grúsk  leiddi í ljós reglugerðina sem birtist hér að neðan (allar reglugerðir má finna á www.reglugerd.is) og þessa undir reglugerðum frá Umhverfisráðuneytinu. Nafn reglugerðarinnar bendir til þess að hún sé þýdd og því líklega enn einn ávöxtur Evrópusamstarfsins ágæta ;) Reglugerðin heitir sem sagt því hljómfagra nafni: REGLUGERÐ um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna. Í henni kemur skýrt fram að það sé bannað að skilja ökutæki eftir í gangi. Ekki bara það heldur megi sekta fyrir brot. Nú er því spennandi að heyra um hversu mörg dæmi fólk þekkir um að þessu ákvæði hafi verið beitt.

 788/1999

 REGLUGERÐ

um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna. I. KAFLIMarkmið, gildissvið o.fl. Markmið.1. gr.1.1 Markmið reglugerðar þessarar er að draga úr loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna, einkum af völdum vélknúinna ökutækja.  Gildissvið.2. gr. 2.1 Reglugerð þessi gildir um losunarmörk fyrir mengunarefni í útblásturslofti bifreiða og prófanir á þeim m.t.t. mengunarefna.  Reglugerðin gildir um viðkomandi atvinnurekstur hér á landi og í mengunarlögsögunni eins og við getur átt. Reglugerðin gildir um athafnir einstaklinga eins og við getur átt.  Reglugerðin gildir ekki um flugvélar og skip.2.2 Um loftmengun á vinnustöðum gilda ákvæði laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.  --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- III. KAFLIVarnir gegn loftmengun.Meginreglur. 5. gr. 5.1 Halda skal loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti.  Vélknúin ökutæki. 6. gr. 6.1 Eigendur eða umráðamenn vélknúinna ökutækja skulu sjá til þess að vélbúnaði sé haldið við og hann stilltur á þann hátt að ekki valdi óþarfa reyk- eða sótmyndun. 6.2 Óheimilt er að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin. Jafnframt er óheimilt að láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstaklega standi á. Regla þessi á ekki við um ökutæki lögreglu, slökkviliðs o.þ.h. 6.3 Viðkomandi heilbrigðisnefnd getur krafist þess að eigandi eða umráðamaður vélknúinna ökutækja færi bifreið sína til bifreiðaskoðunar og sýni fram á að magn mengunarefna séu innan losunarmarka samkvæmt reglum þar að lútandi.

 -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

IV. KAFLIAðgangur að upplýsingum, þvingunarúrræði, viðurlög o.fl.Aðgangur að upplýsingum.10. gr.10.1 Um aðgang að upplýsingum fer samkvæmt lögum um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál nr. 21/1993, upplýsingalögum nr. 50/1996 og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Þagnarskylda eftirlitsaðila.11. gr.11.1 Eftirlitsaðilar og aðrir sem starfa samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.11.2 Upplýsingar og tilkynningar eftirlitsaðila til fjölmiðla skulu vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu. Valdsvið og þvingunarúrræði.12. gr.12.1 Til að knýja á um ráðstafanir samkvæmt reglugerð þessari skal fylgja þeim þvingunarúrræðum sem mælt er fyrir um í IX. kafla reglugerðar um mengunarvarnaeftirlit þegar við á.  Annars gilda ákvæði VI. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 um valdsvið og þvingunarúrræði. Viðurlög.13. gr.13.1 Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.13.2 Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Umhverfisráðuneytinu, 29. október 1999.

 

Siv Friðleifsdóttir.Magnús Jóhannesson.


Umhverfissóðarnir borgi!

Hvernig er það er ekki hægt að sekta þetta lið sem skilur bílana sína eftir í gangi hvar sem það fer? Það er eins og þetta fólk hafi ekki heyrt um mengun og börn sem ekki geta leikið sér úti vegna mengunar. Svo hefur þetta líka þannig áhrif að fólk sem vill hreyfa sig, nota vistvænar og (oftast) heilsusamlegar samgönguaðferðir eins og að hjóla eða ganga gefst upp af því það kemur heim með sviða í augum og sárar kverkar eftir allt rykið eftir bílaumferðina sem er að verða eins og í Detroit eða LA, borgum sem eru byggðar miðað við bíla og þar sem engin áhersla er lögð á almenningssamgöngur eða að hægt sé að komast um öðruvísi en á einkabíl. Þetta fólk gefst náttúrulega upp og fer að nota bíla - nema þeir alhörðustu sem nú hjóla um með grímur til þess að verja öndunarfærin.

Já, og svo á að banna nagladekkin, fjölga ferðum strætó og hafa ókeypis í strætó! Tillaga Samfylkingarinnar í borgarstjórn um 100 kr. gjald í strætó er skref í rétta átt og verður vonandi samþykkt.


Anarkistarnir og Ungdomshuset

 

Það er merkilegt með þetta mál að ungmennin sem telja borgina eiga að sjá sér fyrir húsnæði eru flest anarkistar. Þar með telja þau væntanlega hið opinbera eiga að skipta sér sem minnst af lífi  þeirra og annarra. Það fer ekki alveg saman við það að vilja fá húsnæði ókeypis eða því sem næst frá borginni.

Hins vegar á ég líka erfitt með að hafa samúð með eigendum hússins en Kaupmannahafnarborg seldi það til trúsamtakanna Fadderhuset fyrir nokkrum árum. Hef einhvern veginn ekki mjög gott álit á þeim - fremur en flestum sértrúarhópum.

Annars er hér: www.modkraft.dk lýsing á atburðunum við Ungdomshuset frá sjónarhorni hústökufólksins.  Samkvæmt glænýjum fréttum þaðan, sem uppfærðar eru reglulega, þá hefur danska lögreglan stoppað aktivista frá Skanderborg og Árósum en þeir voru á leiðinni til Norðurbrúar að taka þátt í baráttunni. Nokkur skólasystkina minna frá Roskilde voru tengd þessum hópi autonoma sem lengi hafa verið áberandi á Norðurbrú. Ég sveiflast svolítið á afstöðu minni til þessa hóps en tel samt að lögreglan danska sé að ganga of langt. Það er a.m.k. mjög skrítið að sjá mynd eins og þessa frá "Dejlige Danmark"

XXX_001 

 

 


mbl.is Rýming Ungdomshuset hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klæðning og bæjarstjórinn

Það er kannski ekkert skrítið að Gunnar Birgisson hafi tekið gagnrýni á verktakafyrirtækið Klæðningu illa. Hann var nefnilega framkvæmdastjóri þess fyrirtækis frá 1986 eins og kemur fram á vef Alþingis:

http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=205

Gunnar Birgisson (Gunnar Ingi)

     ------

      Verkfræðingur hjá Norðurverki 1977 og Hönnun hf. 1979-1980. Verkfræðingur og framkvæmdastjóri Gunnars og Guðmundar hf. 1980-1994 og Klæðningar ehf. síðan 1986. Bæjarstjóri Kópavogs síðan 2005.
      

------

Ekki veit ég hvort hann á  hlut í Klæðningu eða hvort hann er ennþá framkvæmdastjóri en samkvæmt þessum upplýsingum af Alþingisvefnum þá var hann ennþá framkvæmdatjórni Klæðningar árið 2005.

 

Spurning hvort hann sé ekki vanhæfur til þess að vera að blanda sér í þetta mál?


mbl.is Tré úr Heiðmörk fundust á lóð verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband