19.2.2007 | 16:49
Gott hjá nöfnu!
Frábært að Ingibjörg Sólrún skyldi hafa tekið þetta upp á þingi. Gott hjá henni.
Ekki hægt að hefta för klámframleiðenda hingað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2007 | 14:28
Árið 2010 - Bílar bannaðir í miðborg Reykjavíkur?
Já, kannski kemur að því einhvern tímann að við áttum okkur á því að það er ekki hægt að breikka götur endalaust. Það er ekki hægt að fjölga bílastæðum endalaust. Við höfum ekki pláss fyrir fleiri bíla. Svo einfalt er það. Bílar eru að verða jafnmargir eða fleiri en fólk með bílpróf. Ein afleiðingin af þenslunni yndislegu.
Hver er svo afleiðingin? Bílar uppi á gangstéttum, fólk með barnavagna, að ekki sé talað um fólk í hjólastólum eða með göngugrind, kemst ekki fram hjá. Bílslys, umferðarhnútar, árekstrar, stress. Svo er það mengunin. Bílar valda mengun. Bæði vegna útblásturs og vegna svifryks.
Bílaþjóðfélagið er vont fyrir umhverfið, vont fyrir samfélagið og vont fyrir okkur. Verst er það þó fyrir börnin okkar. Sum þeirra þjást af öndunarfærasjúkdómum og geta ekki lengur farið út að leika sér, önnur þjást af hreyfingarleysi. Þau geta nefnilega ekki labbað í skólann af því að það er svo mikið af bílum sem gætu keyrt á þau. Bílarnar eru svona margir af því að það er verið að keyra börn í skólann, það er nefnilega svo mikið af bílum sem gætu keyrt á þau og þannig heldur hringavitleysan áfram út í það óendanlega.
Gísli Marteinn "fólk er búið að velja og það valdi bílana" Baldursson virðist vera að vakna. Hann hljómaði a.m.k. ágætlega í nýlegri frétt um mengun af völdum bíla. En kannski var hann bara að bregðast við spurningum um aukna mengun vegna bílaumferðar. Hvað gat hann gert annað en að hvetja til aukinna hjólreiða og notkunar almannasamgangna?
Það hljómar að vísu ekki mjög trúverðugt úr hans munni. Hann situr jú einmitt í meirihlutanum sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk að fækka ferðum stofnleiða strætós um helming.
En kannski Gísli Marteinn hafi raunverulaga áttað sig. Kannski hann mæti í vinnuna á morgun og leggi til að nagladekk verði bönnuð í Reykjavík, að ferðum strætisvagna verði aftur fjölgað, að það verði ókeypis í strætó og háir skattar lagðir á mestu bensínströllin. Í stuttu máli að unnið verði markvisst gegn einkabílismanum.
Við getum alltaf vonað.
Bílaumferð bönnuð í miðborg Rómar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.2.2007 | 10:12
Flytur Framsókn flokksþingið?
Á síðunni hans Bjarna Harðarssonar http://www.bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/, hins bráðskemmtilega bóksala sem skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, kemur fram að Framsóknarflokkurinn hefur bókað Hótel Sögu undir þing sitt nú í byrjun mars. Bjarni veltir því upp hvort flokkurinn ætti kannski frekar að funda á Loftleiðum.
Það finnst mér góð hugmynd enda vekti það athygli ef sjálfur Bændaflokkurinn sniðgengi Bændahöllina vegna klámfundar. Eini gallinn er sá að slíkt framtak gæti aukið fylgi Framsóknar. Hitt er annað mál hvort Framsókn þorir vill og getur. Það á eftir að koma í ljós...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2007 | 09:44
Klámkóngarnir og barnaperrarnir
Þeir sem nú gagnrýna feminista fyrir að andmæla klámráðstefnunni í Bændahöllinni eru oft og tíðum sömu mennirnir og hafa hvað hæst um andstyggð sinni á þeim sem misnota börn kynferðislega. Þar er haft hátt um óeðli og að lengja eigi refsingar.
Enginn þeirra virðist átta sig á samhengi orsakar og afleiðingar í þessu samhengi. Samt hefur komið í ljós að meðal framleiðsluefnis þeirra klámframleiðenda sem hingað koma er efni sem er nátengt barnaklámi. Efni þar sem talað er á klámfenginn hátt um táningsstúlkur, þar sem konur sem kannski eru orðnar 18 eru í barnalegum fötum og allt gert til þess að tengja útlit þeirra og umhverfi við það sem er barnalegt. Hið barnalega er gert sexí. Það er gert spennandi, æsandi og flott. Skólastelpuþemað er jú margþekkt og það er sívinsælt á þessum síðum. Ég ætla ekki að vitna í orðfærið þarna en oftar en ekki er daðrað við hreint barnaklám. Þeir sem í einu orðinu fordæma barnaperra en í hinu orðinu verja þann klámiðnað sem ýmist daðrar við barnaklám eða hreinlega sýnir það, eru því ekkert nema hræsnarar.
Upphafning klámiðnaðarins á hinu barnalega ýtir nefnilega undir þá hugsun að smástelpur geti verið sexí, að þær langi í kynlíf og það sé bara um að gera að nota sér það. Hún leyfir perraskapinn, orðar hið bannaða og getur því orðið til þess að þeir sem aðeins hafa fantaserað láta til skarar skríða.
Gáum að þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 15:02
"Fancy a Dirty Weekend?"
Gaman að sjá að auglýsingaherð Icelandair sé nú loksins að bera árangur. Það er ekki seinna vænna enda nokkur ár síðan flugfélagið gerði sitt besta til þess að markaðssetja íslenskar konur sem auðvelda bráð fyrir karla út um allan heim. Nú eru þetta engir amatörar sem hafa svarað kalli flugfélagsins heldur atvinnumenn í bransanum -klámbransanum sem veltir milljörðum og er nátengdur bæði vændi og mansali.
Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.2.2007 | 00:05
Já, hvernig væri að lengja fæðingarorlofið?
Suður-Evrópubúum fjölgar ekki lengur. Konurnar vilja ekki eiga börn. Samfélagið gerir nefnilega ekki ráð fyrir því að hægt sé að samrýma vinnu og atvinnulíf og karlarnir taka ekki nógu mikið þátt. Konurnar hafa því um tvennt að velja, eiga börn og verða heimavinnandi næstu árin - eða að sleppa því. Enn virðast ráðamenn fæstra þessara landa hafa hugmyndaflug til þess að átta sig sig á því að til þess að konurnar vilji eiga börn þá þarf lengra fæðingarorlof, barnabætur, leikskóla og svo auðvitað meiri þátttöku karlanna.
Á Kýpur virðist vera að kvikna smátýra. Það á að lengja fæðingarorlofið í 18 vikur. Hvað foreldrarnir eiga að gera eftir það fylgir ekki sögunni. Hér erum við í vandræðum þar sem illa gengur að fá pössun eftir níu mánaða fæðingarorlof. Kannski það fáist fram lenging fæðingarorlofsins eftir kosningar. Það er ef við höfum við á að gefa núverandi ríkisstjórnarflokkum frí. Það þarf nefnilega líka að hugsa um fjölgun íslensku þjóðarinnar.
Til greina kemur að umbuna Kýpurbúum sem eignast sitt þriðja barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2007 | 11:04
Karlremban enn við völd í KSÍ
Í KSÍ er ekki vaninn að hlusta á konur. Sambandið fékk bréf frá Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar í nóvember sl. þar sem spurt var um mismununandi dagpeningagreiðslur kvenna- og karlalandsliða og formaðurinn boðaður á fund nefndarinnar. Eggert Magnússon sá ekki ástæðu til að virða Mannréttindanefndina svars. Heldur ekki þó hringt væri og gengið eftir svari. Eftir að Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram til formanns KSÍ voru dagpeningagreiðslur til karla- og kvennalandsliðanna jafnaðar. Enn var Mannréttindanefndinni ekki svarað.
Nýr formaður KSÍ; Geir Þorsteinsson, sér heldur ekki ástæðu til að svara nefndinni með öðru en dónaskap og segir í Fréttablaðinu í dag: Ég held að þarna sé einhver ekki að fylgjast með."
Þeir hækkuðu jú dagpeninga Kvennalandsliðsins til jafns við karlana EFTIR að Halla bauð sig fram en annað hefur ekki gerst. Enn er full ástæða fyrir Mannréttindanefndina að ræða við forystu KSÍ. Hún sér hins vegar ekki ástæðu til þess að virða nefndina svars - og það þó Reykjavíkurborg styrki íþróttina um verulegar upphæðir á ári hverju og eigi samkvæmt reglum borgarinnar ekki að styrkja félög sem mismuna fólki. En karlarnir hjá KSÍ sjá enga ástæða til þess að tala við Mannréttindanefndina, enda bara einhver stelpa þar í forsvari.
Það er greinilega enn full þörf fyrir að halda áfram baráttunni fyrir breytingunni innan KSÍ. Framboð Höllu var aðeins fyrsta skrefið.
Segist hunsuð af KSÍ
Mannréttindanefnd Reykjavíkur vill fá skýringar Knattspyrnusambands Íslands á meintri misjafnri stöðu kynjanna í starfi sambandsins.
Eftir að Fréttablaðið sagði frá því í fyrrahaust að KSÍ greiddi liðsmönnum karlalandsliðsins hærri dagpeninga en liðsmönnum kvennalandsliðsins sendi mannréttindanefnd Reykjavíkur Eggert Magnússyni, þáverandi formanni KSÍ, bréf þann 1. nóvember og óskaði eftir því að hann mætti á fund nefndarinnar og skýrði málið.
Marsibil J. Sæmundsdóttir, formaður mannréttindanefndarinnar, segir að bréfinu hafi verið fylgt eftir með símtölum en engin viðbrögð hafi borist frá Eggert. Hann lét af starfi formanns KSÍ um síðustu helgi.
Reykjavíkurborg styrkir mannvirkjagerð KSÍ verulega.
Mannréttindanefndin vitnar í mannréttindastefnu borgarinnar um að styrkir frá borginni séu bundnir því skilyrði að unnið sé gegn mismunun og að jafnrétti: Mannréttindanefnd getur krafið viðtakanda styrks um greinargerð um ráðstöfun hans til að fylgjast með því að hann sé nýttur á jafnréttisgrundvelli."
Marsibil J. Sæmundsdóttir
Ef við komust að þeirri niðurstöðu að þarna sé misrétti í gangi munum við vekja athygli á því innan borgarkerfisins," segir Marsbil sem kveðst vongóð um að nýr formaður KSÍ mæti á fund nefndarinnar. Ég hef fulla trú á því að Geir mæti til okkar."
Ég þyrfti eiginlega að vita betur hvað þau eru að meina," segir Geir. Dagpeningagreiðslur til kvenna og karla voru jafnaðar um miðjan janúar. Það kemur mér því á óvart að þau séu að álykta um þetta á fundi núna sjöunda febrúar. Ég held að þarna sé einhver ekki að fylgjast með."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.2.2007 | 14:41
Ég vissi þetta!
Nú er fylgi Samfylkingarinnar byrjað að aukast, alveg eins og ég átti von á. Það góða er að hún virðist ekki vera að taka af VG heldur af Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Svo kemur auðvitað í ljós að brottför Margrétar verður til þess að fylgi Frjálslyndra minnkar. Framsókn er alveg að hverfa og spennandi að sjá hvað spunameistarar hennar draga út úr ermum sér þegar nær dregur kosningum. Vonandi ekki neitt sem viðkemur íbúðamarkaðinum. Við höfum ekki efni á svoleiðis æfingum aftur en þá ber líka að líta á það að mjög ólíklegt er að Framsókn setjist í ríkisstjórn eftir næstu kosningar.
Staðan er reyndar þannig ef litið er til könnunarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einu sinni myndað meirihlutastjórn þó hann taki bæði Framsókn og Frjálslynda með upp í til sín. Nokkuð sem formaður flokksins, Geir Haarde sem nú er kominn í leitirnar eftir að hafa gleymt sér í Undralandinu sínu síðustu vikur, hefur lofað að gera ekki. Það vill nefnilega enginn starfa með Frjálslynda flokknum eins og hann er orðinn.
Mikill fjöldi óákveðinna er ekkert til þess að bæta stöðuna fyrir Sjálfstæðisflokkinn enda eru óákveðnir ekki vanir að kjósa þann flokk. Annað hvort kjósa menn Sjálfstæðisflokkinn eða hina. Nú eru hins vegar líkur til þess að við bætist Hægri grænn flokkur með öflugum frambjóðendum. Fylgi flokksins gæti því enn minnkað og bjartsýni Arnbjargar Sveinsdóttur í Fréttablaðinu í morgun því fullkomlega ástæðulaus.
Ánægjulegt er svo að sjá Ingibjörgu Sólrúnu benda á það í Fréttablaðinu að nú er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Ég leyfi mér að byrja þegar að láta mig dreyma um það og um vinstri stjórn þar sem umhverfismál, öflug mennta- og nýsköpunarstefna, uppbygging velferðarkerfinsins, réttlátara skattkerfi og kvenfrelsi eru í öndvegi.
Þannig stjórn vil ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2007 | 11:59
Til hamingju Ísland - Julie fær dvalarleyfi
Loksins fær maður fregnir sem gefa til kynna að hjá Útlendingastofnun sé til einhver mannúð. Það að kona sem kemur hingað til lands sem eiginkona Íslendings eigi á hættu að missa landvistarleyfið ef þau skilja er auðvitað klæðskerasaumað til þess að vernda kúgara og ofbeldismenn.
Þannig hafa þær jafnvel þolað endalausa kúgun af ótta við að vera sendar úr landi og jafnvel missa forræðið yfir og sambandið við börnin. Þessi fregn um dvalarleyfi Julie gefur því von um að framvegis verði mannréttindasjónarmið í hávegum höfð þegar teknar verða ákvarðanir um dvalarleyfi útlendinga. Heimilisofbeldi er nefnilega mannréttindabrot.
Vonandi sendir þessi ákvörðun Útlendingastofnunar líka skilaboð til þeirra fjölmörgu íslensku karla sem gengið hafa að eiga konur frá fjarlægum löndum. Konur sem þeir stundum þekkja lítið eða ekkert. Skilaboðin gætu þá kannski verið: Það á enginn maður aðra manneskju og ofbeldi verður ekki liðið.
Nú get ég loksins lagt fortíðina að baki og hafið nýtt líf" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2007 | 15:17
Okkar konur á vaktinni!
Enn og aftur kemur í ljós að dropinn holar steininn og að það skiptir máli að á þingi séu góðar konur sem vekja athygli á því sem þarf að breyta.
Nú hefur Magnús Stefánsson áttað sig á því að Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Júlíusdóttir, þingkonur hafa haft alveg rétt fyrir sér í því að benda á óréttlæti sem þeir foreldrar sem eiga börn með stuttu millibili verða fyrir. Í slíkum tilfellum hafa fæðingarorlofsgreiðslur vegna seinna barnsins miðast við fæðingarorlofsgreiðslur vegna þess fyrra þannig að fólk var að fá aðeins 80% af 80% af fyrri launum. Þannig var kona - eða karl með 200.000 kr. á mánuði komin/n niður í 128.000 kr. greiðslu á mánuði í staðinn fyrir 160.000. Það munar um minna og hér var greinileg hola í kerfinu.
Það bentu þessar þingkonur Samfylkingarinnar á og nú - á kosningavori ber barátta þeirra loksins árangur. Kannski við sjáum bráðum fleiri góð mál stjórnarandstöðunnar verða að veruleika, það eru jú einu sinni að koma kosningar.
Fyrri fæðingarorlofsgreiðslur ekki lengur lagðar til grundvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)